Söguhornið

patre.jpg
Í litlum dal norður í Eyjafirði er þoka að sliðast niður brattar hlíðarnar.  Hún heldur áfram og sveipar lítið þorp sem stendur við fjörðin dulu sinni.  Fólk er að koma heim úr vinnu sinni annað hvort gangandi eða akandi.  Stöku kveðjur heyrast þar sem fólk lokar dyrunum á heimilum sínum. í útjaðri bæjarins er gríðarstór grunnur að einbýlishúsi. Búið er að grafa fyrir honum, en verið er að slá upp mótum fyrir væntanlegar steypuframkvæmdir.  Upp í upphitaða jeppabifreið stígur þybbinn maður.  Hann skrúfar niður rúðuna og kallar til manns sem situr á trébúkka hinu megin við djúpa holuna.  “you just finish this then go home okey”.  Maðurinn  tekur innihald plastmáls í einum teig og byrjar að naglhreynsa búnkann sem eftir er.  Hann bölvar á móðirmáli sínu kuldanum sem virkar þrefalt kaldari í þessu raka lofti.  “AH kurva” heyrist aftur þegar hann höfuð hamarsins hrekkur af skaftinu.  Hann tekur naglbít upp úr áhaldabelti sínu.  Þegar hann á tíu spýtur eftir tekur hann eftir því að þokan hefur þést all hressilega.  Hann hefur samt ekki áhyggjur því hann sér ennþá glitta í ljós frá ljósastór í næstu götu.  Þegar hann hefur kastað mæðunni byrjar hann aftur en skyndilega heyrir hann ljágt baul.  Það er ekkert óeðlilegt hugsar hann það eru bóndabæir skammt frá. Eftir þrjár spýtur heyrist baulið ennþá hærra og einhver undarleg lykt.  Hann lítur í kringum sig sér ekkert. Eftir tvær spýtur heyrir hann baulið enn hærra og finnur lyktina enn sterkar, hann reynir að koma fyrir sig hvar hann hefur fundið þessa lykt áður.  Eftir eina spýtu finnur hann jörðina nötra undan fótum sér.  Ætli það sé einhver nautahjörð sem hefur sloppið út úr girðingu hugsar hann með sér.  Núna mundi hann hvar hann fann þessa lykt.  Hann fann hana þegar vinnuveitandinn hans hafði boðið honum í heimsókn í virkununa með öllum gufustrókunum, Krafka eða eitthvað svoleiðis.  Hann ætlar að halda áfram en verður brugðið þegar baulið glymur í eyrum hans. Hann gripur fyrir eyrun og í þann mund sem hann ætlar að snúa sér við finnur hann eitthvað stingast í síðu sína.  Honum er fleygt hátt í loft ringlaður eftir skellinn grípur hann um maga sinn og reynir að hemja blóðflæðið.  Út úr þokunnu sér hann eitthvað nálgast hægt.  Hann gleymir öllum sársauka í skelfinngu sinni þegar hann sér rándýrið sem leikur sér að honum.
Ófreskjan líkist nauti með brotin horn, sinarnar og vöðvarnir lágu berar utan á því og skinnið drógst lafandi  á eftir skepnunni.  Útúr nösnunum gaus gulur reykur með megnum brennisteinsfnyk og í blóðhlaupnum augunum sem fylgdu hverri hreyfingum bráðinnar eftir mátti aðeins greina eitt, hungur í mannakjöt.  Maðurinn í geðshræringu sinni gat ekki staðið upp og bakkaði skríðandi. Það eina sem hann gat stunið upp áður en hann féll  í yfirlið af sársauka var “In nomini patri…”



patre.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki hægt að gera eitthvað í sambandi við athugasemdafærslurnar. Það er pínu bögg að þurfa að fá sendan ákveðinn kóða á hotmail-ið sitt og þurfa svo að opna meil-ið og senda þennan kóða á einhverja slóð, til þess eins að athugasemdin birtist. Skemmtilega póst-módernískar sögur.

Oddsi (IP-tala skráð) 13.5.2006 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband