Söguhornið

Þegar komið var myrkur lagði Gressi jeppanum við bryggjuna á Sauðárkróki. Hann rölti niður á bryggju. Hann hitti sjómanninn sem hann hafði samið við og þeir leystu landfestar í sameiningu. Trillan silaðist löturhægt áfram í úfnum sænum. Í Drangey var Búkolla að búin að gera sig klára og stóð fyrir framan þétt kjarr og snéri afturendanum í gríðarmikið tún.  

Allt í einu byrjar Búkolla að hnusa út í loftið og finnur megna brennisteinsfýlu. Hún skynjar léttan titring undir fótum sér lítur við aftur fyrir sig en sér ekki neitt.

Gressi lítur á klukkuna og verður órólegur spyr sjómanninn hvort hann geti ekki botnað dallinn. Líður og bíður og aftur kemur brennisteinsfýlan og jörðin nötrar enn meir eins og heilt heil hjörð af uxum komi hlaupandi framhjá. Hún lítur aftur við og sér að þoka er byrjuð að myndast við sjóndeildarhringinn. Hún fer heldur að ókyrrast og vonar að Gressi fari að sjá sig bráðum. Jörðin hættir að skjálfa en lyktin og þokan magnast frá mínútu til mínútu.Úti á hafinu verða öldurnar stærri og stærri og gráðið eykst sífellt.  Sterkur vindurinn teygir sig yfir eynni beint í andlit kúnnar. Fuglarnir garga í bjargi skammt frá og óma eins og brotgengið ósamhljóma sinfóníustef í hryllingsmynd rétt áður en myndavélin hallar undir flatt og myndar skálínu spennusjónarhorn. Jörðin skelfur nú meira en nokkru sinni fyrr og Búkolla sé bola koma æðandi á yfirnáttúrulegri ferð yfir túnið í ca. 200 metra fjarlægð. Þar sem hún hefur ekki hraðann og snerpuna nýtir  hún sér sína yfirnáttúrlegu hæfileika og slær halanum út eins og svipu eitt hár feykist með vindinum 100 metra og lendir á jörðinni og myndast gríðarmikil fljót þar. Boli veður fljótið og hægir það aðeins á honum ferðina. Augun í honum glampa af græðgi og tungan lafir langt niður. Hugrið í honum óseðjandi en ekki í kjötið hennar því mannakjöt finnst honum best heldur er annað hungur sem hún hefur í honum vakið. Milli lappana á honum þvælist fyrir honum kjötstykki á stærð við hlaup á tvíhleypu, sannkallað klobbakjöt. Búkolla slær aftur út halanum og lendir hárið um 50 metra frá henni og myndast þar mikið bál. Eftir nokkra stund stekkur hann öskuillur út úr loganum en nú er skinnið sem hann dró á eftir sér brunnið til kaldra kola. Allur rauður og þrútinn æðir hann aftur af stað. Í geðshræringu slær Búkolla aftur út halanum og lendir hárið 10 metrum frá henni og myndast þar kviksyndi djúpt og breytt.

En ákafinn og greddan í bola stöðvar hann ekki heldur dregur hraðann niður í náttúrulegan hraða nauta. Þegar 4 metrar standa á milli þeirra lokar Búkolla augunum og býst  við hinu versta. Allt í einu finnur lítinn dynk á hausnum á sér. Í nokkur sekúndubrot heldur hún að þetta sé kría sem hefur goggað fast í hausinn á henni. Gressi stekkur hátt í loft eftir að hafa notað hausinn á Búkollu sem stökkpall, svífur yfir hana og stingur mjóu fimmtándualdar sverði sínu milli herðablaða bola eins og þaulvanur matadore.  Boli hnígur niður metir frá kúnni. „Afsakið hvað ég kem seint ég á í smá erfiðleikum með stundvísi „ segir Gressi alvarlegur á svip. „ Mér sýnist þú nú bara hafa komið á hárréttum tíma“ , svara Búkolla. Gressi fer bakvið kjarrið og nær í gríðarstóra vélsög og svuntu. Hann setur á sig svuntuna og sagar hausinn af  bola. „Þennan haus ætla ég að gefa Þór vini mínum mig grunar að hann gæti haft not fyrir hann í næstu veiðiferð sem nálgast óðum“, „Hvað ætlar hann að veiða Jaws“ spyr Búkolla. „Nei“ hlær Grettir „það er aðeins stærra í sniðum en einn skitinn hákarl en það er gaman að segja frá því að við Þór og Óðinn  átum Jaws á þorrablóti íslendingafélagsins í Bombey í fyrra og ætlum að reyna að snæða Moby Dick á því næsvatn2ta.“ Grettir tók hausinn á herðarnar og dróg Búkolla skrokkinn niður að trillu.

Sjómaðurinn gapti „þu,þuþþu drapst skr, skrímslið“ „Jamm með góðri hjálp“ sagði Gressi og blikkaði Búkollu. „Geturðu ferjað þetta fyrir mig yfir mér sýnist ekki vera mikið pláss fyrir mig á trillunni en hafðu engar áhyggjur við spjörum okkur.“ Sjómaðurinn kinkaði bara kolli eins og hann væri losti í miðjum Lost þætti. Sjórinn var orðinn sléttur og trillan mallaði inn fjörðinn. „Viltu far á bakinu tilbaka“ spyrði Búkolla þegar hún hafði fullvissað sig um að sjómaðurinn heyrði ekki lengur til. „Nei Búkolla mín ég hef gott að af því að rifja upp gamla tíma og koma mér í smá form“ sagði Gressi sem óð út í sjó og stakk sér svo í ískalt vatnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband