Söguhornið

tar.jpg
Með hægum öruggum hreyfingum tekur hávaxinn, grannur karlmaður upp gult tæki sem á er letrað Trimble.  Hann gengur upp að tré  þrífæti  með flötum diski föstum á toppnum.  Hann tengir diskinn við tækið og startar því.  Þrífóturinn með dsikinum og hangandi snúrum lítur út eins og smækkuð mynd af geimvélmennunum úr Innrásinni frá Mars sem hann hafði lesið í teiknimyndabálkinum Sígildum Sögum þegar hann var yngri.  Þessi klassíska saga hafði hann lesið nýlega að væri verið að kvikmynda undir nafninu War of the Worlds.  Hann blæs á kaldar hendur sínar, nýr þeim saman og klárar að skrifa niður síðustu tölurnar sem birtist á skjánum á tækinu.  Hann gengur inn í LandCruserinn sem var spölkorn frá og kveikir á miðstöðinni.  Hann tekur upp bílasímann og hringir í yfirmann sinn.  „Blessaður  þetta er komið af stað, hvar eruð þið, Hofsósi okey, nei það tekur því ekki að fara til baka ég bara legg mig hérna já bæ.  Nú tekur við fjögura tíma bið upp á fjallgarði suðar af þjóðvegi 82. Bið eftir að tækið hefur aflað nóg af gervihnattarupplýsingum fyrir nokkuð nákvæmt GPS hnit á hæðapunktinum. Hann hallar sætinu aftur og klæðir sig úr Goritexjakkanum og leggur hann yfir sig.  Tunglið veður í skýjum  norðurljósin dilla sér í takt við seiðandi raftóna Mobys sem hljóma frá bílnum. Eftir tveggja tíma dúr rumskar hann við eitthvað undarlegt hljóð, hann fær svefnhroll og lítur í kring um sig og sér nánast ekkert fyrir þoku. Hann hækkar aðeins í miðstöðinni og sofnar aftur.  Eftir einn tíma vaknar hann aftur og við eins konar drunur og sama furðulega hljóðið.  Hann fer út að míga og finnur undarlega mikla hveralykt. Eitt augnablik er eins og jörðin skjálfi undir fótum hans, „frábært” hugsar hann „jarðskjálfti núna þetta gerir hnitin alveg rosalega nákvæm, landmælingar á þessu landi eru sko ekkert grín”.  Hann fer aftur inn í bílinn og ætlar að reyna að leggja sig aftur en hefur ekki fyrr lokað augunum en gulri móða er blásið á bílrúðuna.Hann biltir sér því eftir svona stutta lúra á hann erfitt með að festa svefn.  Í rúðunni speglast blauðhlaupin augu.  Hann hugsar með sér að þetta þýði ekki og ákveður á fara bara í Fifa 2004 leik í GameBoy tölvunnu sinni.
Hann opnar augun drepur á bílnum svo hann verði ekki alveg olíulaus, lítur svo til hliðar og við honum blasir ógnarstórt naut fnæsandi eins og físbelgur.Eitt augnablik heldur hann að honum sé að dreyma einn að þeim draumum sem eru svo raunvörulegir að maður heldur að  þeir séu að gerast allt að þar til brotið hornið á ófreskjunni kemur í gegnum rúðuna og stingst inn í öxlina á honum.  Hann er næstum dreginn út um gluggann en nær að spyrna á móti og losa hornið úr. Í geðshræringu hann startar bílnum en bílinn hikstar því hann hefur ómeðviðtað pumpað á fullu bensíngjöfina og hleypt of miklu bensíni inn á hann, „fokk drullastu í gang druslan þín” boli heggur hausninum aftur inn en hann nær að leggast til hliðar glerbrotin rigna yfir hann.  Lokst hrekkur bíllinn í gang, hann stendur hann flatann í bakk og hausinn á bola hrekkur út.  Hann kemst upp á moldarveg, adrenalínið flæðir svo hratt í gegnum líkama hans hann finnur ekki fyrir stingandi sársaukanum þegar hann snýr stýrinu og heldur á fram veginn.  Hann sér allt í einu óljóst eins og stóran stein birtast úr þokunni á veginum.  Þetta er ekki steinn heldur boli sem kemur hlaupandi og móti bílnum og stangar húddið af öllu afli.  Hann skellur með  hausinn í framrúðuna og vankast.  Upp úr húddinu leggur mikinn reyk.  En boli er allt í einu horfinn.  Hann reynir að starta bílnum en hann er alveg dauður. Hann tekur upp gemsann sinn en það er ekkert samband.  Þá man hann eftir fyrirtækja NMT símanum í töskunnu sinni í skotinu.  Hann stígur varlega út úr bílnum með vasaljós sem hann fann í hanskahólfinu og staulast valtur á fæti aftur fyrir bílinn opnar skottið og gramsar í töskunnu sinni hann finnur loksins símann og stimplar inn 112 og hringir.  Hann geymir vasaljósið í handakriga sínum það lýsir upp andlit hans í sömu andrá og viðkunaleg rödd kemur í símann og segir „112” snýr hann sér við og sér bola standa þrjá metra frá sér niður kinnarnar streyma tár.


tar.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband