Söguhornið

modir_15280.jpg
Það húmar að kveldi á votum vertrardegi. Einmana hrafn sveimar yfir
Gullinbrúnna hann heldur fluginu áfram í leit að ætum bita. Í
fjarskanum sér hann eitthvað glitrandi. Hann lækkar flugið og sest á
húsþak. Það sem hefur vakið augu hans er silfurgrá Jeppabifreið og
annað glitrandi undarlegt áhald. Við eitt hjólið liggur ljóshærð kona í
blárri dragt. Niður vangann sameinast þrjár ár og verða að einu
beljandi stórfljóti, ísköld rigningin volg tárin og heitt blóðið. Í
hálsakotinu liggur lítil stúlka hún þorir ekki að hreyfa sig hún horfir
enn á skuggaveruna ,sem rís eins og skýjakljúfur yfir þeim, og grætur
hann starir á þau stingandi augum. Það er eitthvað mjög ómanneskjulegt
við þau eins og að horfa inn í hyldýpi. Í fjarska heyrir hann sírenuvæl
sem harmonerar við væl stúlkunnar. Fokk hugsar hann með sér einhver af
þessum ríku úthverfahillbilla beljum hefur hringt á lögguna. Hann veit
að hann verður að láta láta sig herfa einhvert langt í burtu þau bæði.
Hann stingur sveðjunni inna á sig sveipar að sér frakkanum og hleypur
út í myrkrið. Brátt er rauð gatan stúkuð með gulum böndum og gatan
fyllist af bílum með bláum ljósum. Forvitinn múgurinn þéttist og
þéttist og verður hágværari. Fulltrúar hins valda sannleika og hins
sanna sannleika voru kominir á stjá. Ljósmyndaflössinn flóðlýsa
vettvanginn. það setur hljóðan þegar drunur í fjórum Harley Davidsson
mótorfákum fylla steypudalinn. þeir halda sig í hæfilegri fjarlægð því
ef það eru einhverjir grunnsamlegir þá eru það fjórir leðurklæddir
menn, þrír með skegg og sítt hár og einn sköllóttur allir með letrað
Mareshon í gotnesku letri aftan á bakinu. Þeir líta á hvorn annan kinka
kolli og þeytast svo í burtu. Einn rannsóknarlögreglumaðurinn fylgir
einnhverjum eðlishvötum hvíslar í eyra kollega síns hleypur inn í bíl
og ekur af stað á eftir þeim. Rökrið breytist í myrkur og hrafninn
hefur sig til flugs á ný eftir að hafa séð nóg hann flýgur yfir sundið
fram hjá blokkaríbúð þar sem gömul kona lítur út um gluggann og horfir
á regnið sem lemur rúðuna. Konan segir við sjálfan sig " þær ættu að
vera löngu komnar ég fer að fara að hafa áhyggjur af þeim" Krummi sest
á svalarhandriðið og krúnkar, engu líkara en hann sé að boða henni
sorgarfréttirnar. Kalt vatn rennur henni milli skins og hörunds því hún
skynjar hvað sé á seyði. Í því andrá hringir síminn, í útvarpinu
heyrist þulurinn segja "þetta er Guðni Már Henningsson sem kveður ég
set hérna síðasta lag fyrir fréttir eitt gamalt og gott með Bubba"
gítarómur fyllir stofuna og dimm rödd kóngsins kveður "móðir hvar er
barnið þitt svona seint um kvöld".

modir_15280.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Damn.... Hvað gerist svo?

Oddsi (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband