Söguhornið

sviti.jpg
Heiðdís byrjar að kyrja lágt með lokuð augun.  Hún leggur niður röð af tarotspilum.
„Ég sé Þorgilsbola á mikilli þoku nálægt Hofsósi það er ekki langt þar til hann nælir sér í næsta munnbita”.Hann er kominn yfir heiðina”, rymur í Gressa. Hún leggur aðra röð.
„Ég sé mikið blóð kring um erlenda erindrekann nálægt Jökulheimum við rætur Vatnajökuls á næstunni.“ Hún leggur þriðju röðina, „hmm ég sé ekki hvar morðingi Gunnu minnar felur sig en ég finn eitthvað mjög sterkt á Vestfjörðum það er eins og einhver sé að reyna að fela slóðina með einhvers konar seið, ég næ ekki sambandi við hana en ég heyri bara veikt öskur.”Hún drýpur höfði eins og hún hafa skyndilega sofnað. „Okey Gressi þú ert sjálfskipaður í bola, ég skal sjá um Kofann og þú Gunni ferð vestur og bíður þar til það er komið í ljós hvar kauði  er”
skipar Gissi fyir. „Ég! vestur, þekkir þú ekki vestfirði eins og lófann á þér.” Hreytti Gunni út úr sér „ Ég bara meika það ekki, of margar slæmar minningar.”
   Við fjarðarkjaft Skutulsfjarðar er lítill hrörlegur sveitabær. Á útihúsunum ,sem búið er  að breyta í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn, hangir útskorið tréskilti á sem á er letrað Beitunes. Úti á hlaði er maður að brytja í sundur sel með flugbeittri sveðju. Það er byrjað að rökkva og hrím er farið að myndast á pollana.  Skyndilega heyrir hann bíl þokast nær og að lokum stöðvast hjá honum.  Út úr honum stíga tvær stúlkur ein ljóshærð önnur dökkhærð þá ljóshærðu kannast hann alveg skuggalega við en kemur ekki fyrir sér hvar hann hefur séð hana.„Er hægt að fá að gista hérna” spyr dökkhærða stelpan þeirra.” Hann ræskir sig „uhh já,... jájá ég bara átti ekki von á neinum það var ekkert bókað, það eru ekki margir sem koma hérna á haustin.” Bíðið bara aðeins ég ætla þvo mér svo kem ég með sængur, kodda og sængurföt.  Hann hleypur inn.  Ljóshærða stúlkan lítur stórum augum á vinkonu sína,með hálfgerðum hrolli „what a creepy guy”. „I thought he was kind of cute” svarar sú dökkhærða. Hann kemur aftur að vörmu spori gengur með þeim út að útihúsunum.„Heitir þetta ekki Arnarnes” segir sú dökkhærða þegar hún les á skiltið á útihúsunum”, „Jú ég bara vissi það ekki þegar ég kom hérna fyrst og ég ætlaði að fara selja hákarlaveiðimönnum beitu þannig ég kallaði þetta bara Beitunes”. „Okey, ertu búinn að búa lengi hérna. „eitt og hálf ár eitthvað svoleiðis”. Ertu bara einn hérna eða...” „Ja, já það má eiginlega segja það, eruð þið bara í fríi hérna”. „Já við erum búnar að vera vinna svo mikið undarfarið að þurftum einhvern stað til að hlaða batteríin. Hann opnar inn í herbergið „Hérna eru lyklarnir þið bara bankið ef það er eitthvað, já ég heiti Hermann, Hemmi beita oft kallaður. „Ég heiti Signý og þetta er Júlía”. Hún sendir honum bros þegar hann gengur í burtu.  Onei hugsar hann, nei þetta má ekki gerast nú verður hún reið, og afbrigðisöm, sætar stelpur mega ekki koma ég má ekki verða ástfanginn, af hverju af hverju? Kvöldið líður. Júlía lætur vatn renna í skítugt baðið. „Im going to take a bath okey” kallar hún fram til vinkonu sinnar.„Yeah I´m just going to go over and check if Hermann give us a lightbowl for the room”.  Hún gengur yfir og bankar upp á en áður en hún bankar heyrir hún undarleg hljóð eins og einhver sé að rífast.  Hermann kemur til dyra.  Hann er stuttur í spuna.„Já hvað” ,„okkur vantar bara ljósaperu í herbergið það er sprungin peran, “já já , ég kem á eftir, “ ég hélt að þú sagðir að þú byggir einn hérna við hvern varstu að rífast, „æ þetta er bara ælliær móðir mín. Æ nei nú hefur hún komist að því að hún er hér hugsar hann.  
    Inn á baði heyrist ekkert nema drippið í blöndunartækjunum.  Íhh,  ískrar í útidyrahurðinni, „Signý is that you” kallar Júlía,„hello who's there, létt marr heyrist í gólfþjölunum og hringl eins og í keðju. Kaldur gusturinn fyllir herbergið og gæsahúðin læðist upp eftir baki stúlkunnar. „This isn´t funny, Signý” .Marrið hættir. Hún stendur hægt upp og ætlar að teygja sig í handklæðið.  Í sömu andrá svífur inn maður í peysufötum með sveðju í hönd inn., Með einni snöggri hreyfingu hefur hann rist upp maga hennar og með annari skurð yfir hálsinn hún fellur aftrur niður í baðið og kemst ekki upp. Úr heyrnatölum tengdum í litinn iPod sem liggur á baðbrúnninni ómar demóútgúfa af tónlist sem úr kvikmynd sem þær stöllur höfðu nýlokið við að leika í. Hermann leggur við hlustir „A little trip to heaven on the wings of your love” heyrir hann tónlistarmanninn syngja, þar sem hann reynir að hemja bræði sína með andlitið löðrandi af svita.







sviti.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband