Söguhornið

cyan_71919.jpg
Fyrir utan bílaleigu í bænum standa þrír breyttir jeppar á 44 tommu dekkjum.  Þremenningarnir ráðum sínum áður en þeir leggja af stað hver í sinn leiðangur.
„Við vitum alveg hvað við eigum að gera verum vakandi og hlustum á fréttirnar þær veita okkur alveg ótrúlegar upplýsingar og verum í sambandi við Heiðdísi” segir Gissi. „Okey sá fyrsti sem klárar verkefnið sitt verður að vera til reiðu að bakka upp” segir Gunni.  Ég verð nú fjótur að afgreiða eitt tuddagrey, þannig að ég verð örugglega fyrstur ha, en gangi ykkur vel grjónapungar ég sé ykkur fljótt”  segir Gressi og hlammar sér inn í jeppann með glott á vör og brunar af stað.  Á leiðinni stilla þeir allir á sömu stöðina í útvarpinu þegar klukkan gellur tíu..  Fréttir frá fréttastofu Útvarpsins Óðinn Jónsson, umfangsmikil  leit er hafinn að mælingaramanni sem talið er að hafi horfið þar sem hann var við vinnu sunnan við þjóðveg 82 leiðinni milli Dalvíkur og Hofsós.  Samband hans við neyðarlínuna rofniði þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í þrjú og hefur ekkert spurst til hans síðan.  Leit stendur enn yfir að hinni heimsfrægu leikkonu Julie Steles sem hvarf á dularfullan hátt ásamt íslenskri vinkonu sinni á ferðalagi um Vestfirði.  Síðast sást til þeirra í Hólmavík þar sem þær tóku bensín, Mikið af erlendum blaðamönnum er hingað kominn til að grenslast fyrir um þetta mál auk þess að fylgja eftir komu Kofi Sannan kemur í opinbera heimsókn á morgun og mun dvelja hér í þrá daga.  Hann mun heimsækja aðsetur bæði UNIFEM og UNICEF á Íslandi ásamt því að fara í snósleðaferð upp á Vatnajökul.  Á laugardag mun hann snæða hátíðarkvöldverð í forsetabústaðnum á Bessastöðum ásamt forsetahjónunum og ríkistjórninni. Þegar þessar grunnupplýsingar lágu fyrir slökktu þeir allir nema Gunni sem stillti á FM. Þá var bara að fara á póstana sína og bíða eftir frekari upplýsingum eða reyna afla þeirra.  Um 4-6 tímum síðar voru .þeir allir komnir á sína staði Gressi á bændagistungu á Hófsósi, Gunni á Edduhótel á Ísafirði og Gissi í kofa við Veiðivötn.
     Í hellisskúta við Heklurætur er gamall maður að festa bréf á fót Fálka. Skammt frá situr gömul kona að fægja nýjan 222. kalibera Remington riffil við matarborð þar sem 13 synir hennar og tvær dætur sita og slafra í sig vellingi með slátri og soðinni rjúpu.  Fálkinn bíður spakur þar til húsbóndinn hefur lokið við að festa bréfið á fót sinn og þýtur svo út eins og raketta í áttina að bænum.  Hann svífur hátt yfir virkjanastigann og stoppar ekki fyrr en hann lendir á þaki á hvítu kubbslegu húsi ekki langt frá miðbænum.  Þar biður nýliðinn vatnsgreiddur í dúnúlpu í svörtum lakkskóm og tekur bréfið af fálkanum.  Fuglinn skynjar ótta þessa viðvanings og gefur honum nokkrar rispur í andlitið áður en hann nær miðanum.  Þegar hann kemur niður í leyniherbergið fer hann rakleiðis til foringjans. „Láttu mig sjá þetta strákur,  haHa var Fannar að knúsa þig í framan,” les miðann „sko ég vissi það nefna bara nóg og háa upphæð, verkefni mótekið og samþykkt, nefnið stað og stund”.  Hann hripar niður á blað allar mögulegar upplýsingar, „Hérna farðu með þetta og sendu til baka” nýliðinn heldur af stað aftur upp á þak með kvíðahnút í maga. Foringinn sest í Chesterfieldinn „ jæja Kjarri nú verður skálað sæktu fyrir mig eina XO Camus flösku í vínherbergið það dugar ekkert minna á svona tilefni”.
Út úr flugstöð Leifs Eiríkssonar er þeldökkur maður að ganga út ásamt fríðu föruneyti jötna sem tvístra fjölmiðlaelgnum eins og rauðahafinu. Spurningum rigna yfir manninn og byrjar að hljóma eins og fuglabjarg, á brjóstvasanum ber hann stoltur merki sem á er letrað UNICEF í skær hafbláum lit.


cyan_71919.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu hvar er Diet coke læknanna....Mig langar að lesa það aðeins oftar.... Og...og hvað ertu eiginlega að gera þarna í Landsbanka-auglýsingunni hægra megin á síðunni Haffi....?

Oddsi (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 00:48

2 Smámynd: Hafþór H Helgason

Ekki örvænta Oddsi minn notaðu bara skrolltakkann og þá geturðu lesið Diet Coke læknana eins oft og þú vilt. Varðandi síðari hluta spurningarinnar þá er þetta klónið mitt sem er að meika það þessa dagana í auglýsingabransanum.

Hafþór H Helgason, 17.10.2006 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband