Söguhornið

Við Ísafjarðardjúp er sólin að setjast, himininn er baðaður í blóðrauðum litum sem speglast á haffletinum. Gunni horfir út um gluggann á litadýrðina og gerir nokkrar teygjur því hann Keybýst við að blóðrauði liturinn eigi eftir að þekja fleira en himininn í nótt. 
 Hann fer að bursta tennurnar og rekur augun í eitthvað óvenjulegt á gólfinu og tekur það upp. Það er hvítt stykki úr heyrnatóli, mjög sennilega úr ipod ályktar hann.  Í húsinu upp á hæðinni sér það er slökkt niðri en kveikt uppi á eftir hæðinni. Í gluggatjöldunum myndast tvær silúettur og hann fær þá tilfinningu að það sé verið að fylgjast með sér. Þegar ljósið slökknar læðist hann út en hann þarf ekki að leita langt til að finna það sem hann ætlar að ná í. Rökkrið færist yfir og hrafnarnir og mávarnir garga á hvern annan í innylfahrúgunni skammt frá hlaðinu. Þegar það er orðið alveg dimmt gengur einhver skuggavera út úr húsinu á hæðinni.  Gunni finnur hjartað hamast þar sem hann liggur  adrennalínið magnast og flæðir svo í einu stökki um líkamann  eins og stífla sem brestur. Hann heyrir marrið fyrir utan á veröndinni og hrigl í stórri lyklakippu. Hann verður auðveldur þessi hugsar Hermann með sér. Kannski hann nái einu tveimur spörkum á mig áður enn kuti kallinn sprettur hann upp eins og sláturkepp. Hann reynir að ganga eins hljóðlega eins og hann getur eftir veröndinni. Ekki hafa of hátt sagði mamma þessir menn skynja meira en allir sem þú hefur drepið hingað til. Gunni heyrir þegar lyklinum er snúið í skránni. Dyrnar opnast, Hermann hefur sig á loft nú er það spurningu um viðbragð. Hann heggur af öllu afli hnífnum í sængina, í læri er hann viss um, hann sér blóðið lita sængurfötin í gegn. Heggur og stingur þar til hann verður móður.  Þá uppgötvar hann sekúndum eftir að hann sest á rúmstokkinn að fórnarlambið hafði ekki gefið eitt púst.
Hann lyftir sænginni og sér að óverkaðan lambskropp liggja þar í blóði sínu. Hann stendur upp og snýr við snöggt en mæðan hægir allar hreyfingar. Út úr myrku baðherberginu kemur Gunni hlaupandi. Tveggja tonna trukki er ekið í magann á honum, Síberíuhraðlestin hittir höfuðið, yfir rúmið flýgur hann.
     Í loftinu í svipaðri stellingu og Hermann svífur Gressi uppi á heiðinni. Rétt áður en hann lendir hugsar hann hvernig í andskotananum gat boli komið aftan að honum. Þegar hann skellur eftrir um 20 metra flug er honum fullljóst að ástæðan er sú að þetta naut er ekki af þessum heimi. Hann heyrir bola tipla  í kringum sig eins og köttur að leika sér að bráðinni.  Út úr þokunnu kemur hann loks æðandi með sleftauminn út úr sér, Gressi nær taki á brotnum hornunum og má hafa sig allan við að glíma við nautið og er að hafa hann undir þar til boli læsir kjaftinum á sér í lærið á Gressa. Ólýsanlegur sársauki nístir Gressa þegar lærvöðvinn byrjar að rifna og blóðið að flossa niður fótinn. Hann nær að negla hinum fætinum í hálsinn og fær bola til að losa takið. Gressi hnígur niður á hné og neyðist til að nota eitt af hrottalegustu glímubrögðunum sínum til að hrekja bola í burtu. Gressi rekur puttann af miklu afli í augað á bola. Hann hörfar og hleypur særður í burtu.  Það á eftir að taka um þrjá sólahringa fyrir sárið á lærinu að gróa.
    Hermann skellur illa niður á náttborðinu og brýtur það í spað. Hann hefur mist lyklana en rígheldur enn í sveðjuna. Gunni er ekki að bíða lengi eftir að Hermann nái áttum og tekur vígahönd hans strax í úlnliðslás til að afvopna hann. Það er erfiðara en Gunni hélt því Hermann hefur gífurlega háan sársaukaþröskuld. Loksins  gefur sig og  Gunni kastar sveðjunni á rúmið. Hann tekur  handjárn upp úr vasa sínum og handjárnar hann við ofninn. Hann hringir næst í lögreglustöðina„ Þú kemst aldrei upp með þetta það á enginn eftir að trúa þér” rymur í Hermanni, „ Þegiðu Norman, já Norman, ekki halda að þetta Hermanns gervi geti platað mig “ segir Gunni. Hermann trompst„ Þú getur aldrei sannað það" en kemst hvergi. „Lögeglan góðan dag” , „já góðan daginn Gunnar heiti ég þið verðið að koma strax upp á Beitunes ég hef undir höndunum morðingja Júlíu og Signýu.” „Já hvað hefurðu undir höndunum sem sanna það að þær hafi verið myrtar.” „Tja ekki nema morðvopnið og hluta úr heyrnatólum sem tilheyrir þeim” segir Gunni og sest á rúmgaflinn. „Allt í lagi góði við kíkjum upp eftir. ” Í sigurvímu heyrir Gunni ekki klingja í lyklakippunni fyrir aftan sig, hann finnur bara allt í einu gífurlegan sviða í hnakkanum áður en allt verður svart.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband