Færsluflokkur: Bloggar

Öðruvísi jól

Þau voru heldur betur öðruvísi jólin þetta árið en gengur og gerist hjá mér. Öll stórfjölskyldan fimmtán manns var á leiðinni vestur um haf til eyjar í Karíbahafi sem nefnist Dómeníska Lýðveldið en deilir víst bróðurlega landi með Haítí. Ferðin byrjaði ekki gæfulega þar sem litli prinsinn var farinn að hósta degi fyrir brottför og hita þegar við lögðum af stað til fyrsta áfanga staðar sem var Halifax. Þar var hann að vísu sprækur og mamman og pabbinn skiptust á að elta rakettuna út um allt. Seinni lotan til suður til Dómenó var ekki eins fjörug þar sem hann mókti allan tímann. Þegar komið var upp á hótel var strax farið að vinna í því að fá lækni. Í Dómeníska Lýðveldinu er allt önnur tímaskynjun en í iðnríkjunum þar sannast best fullyrðing Einsteins að tíminn sé afstæður. Eftir klukkutíma bið hringdi fararstjórinn og bað okkur um að koma upp að lobbí og hitta lækninn sem var með litla aðstöðu þar hjá apóteki. Hótelið var byggt í smáum einingum þriggja hæða fjölbýlishús sem var dreift um hótelsvæðið og þyrfti því smá labb í að komst í hið eiginlega lobbí. Þegar þangað var komið var enginn læknir sjáalegur og fararstjórinn bað afgreiðslukonuna í apótekinu að hringja á lækninn. Tuttugu mínútur sagði konan í að hann kæmi. Við fórum  aftur upp á herbergi og biðum.  Eftir tvo tíma hafði ekkert spurst til hans. Nú gæti fólk bent á að lífið sé svo afslappað og áhyggjulaust þarna að allir taki sinn tíma að koma sér á áfangastað og það þetta sé óþarfa ferðamannastress. En þegar maður er tveggja ára einhverfur drengur sem aldrei kvartar undan sársauka og eina leiðin til að láta vita þegar maður er sárkvalinn er að grenja er tíminn mikilvægur.  Því þegar hitinn fer vel yfir fjörtíu stig og ekki hægt að gráta er lítið annað sem gerist en  maður líður út af.Þetta gerðist einmitt í þeim töluðu orðum sem ég var að tala við farastjórann. Farastjórarnir Gunnþórunn og Freyja og komu eins fljótt og þær gátu og hringdu stanslaust á lækninn þar til hann kom loksins og keyrði okkur öll upp á spítala þar sem hann var settur í myndatöku og gefin næring, hitalækkandi og sýkladrepandi. Jabbs bráðalungnabólga var það heillin, næstu þrír sólahringar dvöldum við á spítala sem gæti hafa litið út eins og Landspítalinn fyrir fimmtíu árum með  frumskógarlífi. Fararstjórarnir litu inn daginn eftir og eiga þakkir skilið fyrir frábæra þjónustu.Okkur leið samt ágætlega við höfðum okkar fólk sem skipti við okkur til að komast í mat, nokkrir tungumálaörðuleikar gerðu vart við sig við hjúkkurnar en það er ótrúlegt hvað fingramál og sameiginlegur áhugi á að gera sig skiljanlegan getur fleytt manni áfram auk þess sem  vinkona mömmu og dóttir hennar töluðu spænsku. Hjalti litli fékk að horfa á Dodda og Bubba eins mikið og hann vildi en sveið samt hrikalega undan reglulegum sprautunum og var farinn að væla hvert sinn sem hjúkkurnar  litu inn. Þegar grænt ljós kom frá alþjóðlega SOS lækninum fengum við að fara "heim". Á aðfangadag klukkan sex ,sem að öllu jöfnu hefði maður óskað sínum nánustu gleðilegra jóla farið svo að borða rjúpur hlustandi á  messuna í útvarpinu, vorum við stödd í lokaathugun á gamalli læknastofu á hótelinu. Drengurinn orðinn hreinn og var mjög feginn að geta loksins hlaupið á bleyjunni í sandinum allan daginn og lagt sig svo með afa í griðalegri himnasæng sem hótelið hafði látið útbúa á einkaströndinni. Síðust dagana fyrir utan að flatmaga fóru í bæjarrúnt með tilheyrandi vindla og larimar(raf tegund, einkennissteinn eyjarinnar) kaupum, og ferð í Ocean World sem er sjávardýragarður. Þegar við komum heim í kuldann klukkan sex um morgun á gamlársdag vildi maður helst snúa aftur í dyrunum og hoppa upp í næstu vél til baka. Þessi lífsreynsla á spítalanum var vissulega  erfið en ég fann virkilega til með þeim foreldrum sem þurfa að horfa upp á börnin sín kveljast á hverjum degi. Stundum heldur maður með sínum fullorðinshroka að það sé svo ótal margt sem geti og þurfi að kenna börnunum að það gleymist hvað er mikilvægasti lærdómurinn. Það eru börnin sem eru hinir eiginlegu kennarar því þau kenna manni allt sem skiptir svo miklu máli, æðruleysi, þolinmæði og þakklæti.


Upprisan

Jíbbí próflok í HR. Latasti bloggari norðan alpafjalla snýr aftur eftir þriggja mánaða útlegð, í ágúst var ég latur engin afsökun í september og október hef ég án gríns varla litið upp úr námsbókunum. Já ég hef bara ekki þessa grimmd sem þarf til að lifa af í heimi hinna miskunnarlausu baráttu frílans teiknara er því farinn að læra að vera Hverfiznæðingur eða erfisbræðingur okei okei enn og aftur játa ég mig sigraðan fyrir ofuröflum íslenska auglýsingageirans þetta er ekki eins fyndið og afrískur könnuður.

 Hvað markvert hefur gerst síðan ég í júlí  , hmm skipt um borgarstjórn leiðindamál það, alla vega fyrir Sjálfstæðismenn. Kveikt á friðarsúlunni, já  einmitt ég stóð í smá stund eftir að ég sá þetta ljósmastur í fyrsta skipti og varð kveikjan að orðinu. Orðið hríslaðist niður bakið á mér.Orðið sem skaust leiftursnöggt í hug flestra „ungra“ karlmanna á mínu reiki ,þökk sé hinum telepatíksa heimi, og einnig fleiri sem höfðu bæst í aðdáendahópinn fyrir tveimur árum,  svo auðvitað þeirra sem skynjaði nostalgíu hugsanir okkar sem ómuðu í undirmeðvitund alheimsins. Þetta orð gat ekki stimplað sig betur inn í næturhimininn það var einfaldlega Batman. Af hverju öllum þeim fjölda sem fékk þessa hugmynd á nákvæmlega sömu stundu hefur enginn búið til Batmann merkið á kastarann? Kannski af því menn á mínu reiki nenni ekki lengur að gera prakkarastrik. Þeir eru of uppteknir af framabrautinni, bera of mikla virðingu fyrir Frú Lennon eða hafa einfaldlega þroskast.

Núna er allavega kominn grundvöllur fyrir því að glaumgosa milljarðamæringar geti farið að spranga um í Latex búningum með kítín brynjur og breytt hömmerunm sínum í skriðdreka. Það er komið hið fullkomna kalltæki Ríkislögreglustjóra. Þar sem flestir þessir milljarðamæringar eru rólegir fjölskyldufeður set ég allt mitt traust á töffarann Róbert Weismann. Hann gæti heitið X-Actavisman eða Pharmoman. Gunnar Birgis er svo langt kominn með að byggja upp leikvöll fyrir næsta menntskæling með ljósmyndadellu sem verður bitinn af erfðabreyttri könguló frá Kára Stef. Já Ísland getur orðið eitt gósenland ofurhetjanna. Ég hef reyndar verið að pæla í því hver hin eina sanna íslenska ofurhetja sé en ekki komist að neinni niðurstöðu ennþá. Í B-bloggsögunni(Óður minn til B-myndanna sem ég hef reiknast til að hafa fengið hugmyndina að  sama mánuð og Quentin Tarantino byrjaði að skrifa Death Proof, þökk sé hinum telepatíska heimi) minni eru það hetjur Íslendingasagnanna sem eru gerðar ódauðlegar ofurhetjur en þær eru samt of margar til að hægt sé að velja einu sönnu ofurhetju.

Næsta hitamál var barnabókin Tíu litlir negrastrákar, þetta er einhver nostalgía sem tilheyrir ekki minni kynslóð alla vega var mitt kvöldlesefni Andrés Önd og félagar. Hvort slík rit verða álitin full af fordómum eftir 50 ár í garð dýra skal ósagt látið, ætli tíminn verið ekki að leiða það í ljós. Ég man reyndar eftir einni bók sem snerti mig mjög djúpt í æsku og ég keypti um daginn í Góða Hirðinum. Hún heitir Hamingjusami prinsinn. Þetta er ekki franska bókin Litli Prinsinn heldur önnur saga sem fullorðnir geta líka tekið til sín og á sérstaklega við núna þegar allir eru að missa af síðasta Bensanum í búðinni.

Fyrir spennta lesendur (Krossfiskur +1-2) B-bloggsögunar mun ég birta næsta kafla í tveimur hlutum vegna gífurlegar lengdar.

 

 


Bara allur pakkinn

Ég veit hversu oft ég hef heyrt þessa setningu í sumar en hún á vissulega við um þessa bloggfærslu þar sem brúðkaupsbrölti mínu verður skellt saman í einn pakka. Vitaskuld byrjaði þetta tveimur vikum fyrir brauðkaup á píslagöngu brúðgumans sem nefnist steggjun. Þá fá vinir og fjölskyldumeðlimir leyfi til að gera einn sólahring að helvíti á jörðu í mikilli manndómsvígslu til þess að maður geti með góðri samvisku gengið upp að altarinu sem fullgildur steggur. Ég var nýkominn á ról þegar galvaskur hópur ruddist inn í svefnherbergi með vídeókameru að vopni ásamt veigum. Í morgunmat var í boði jellýstaup blandað með gini, vodka,lýsi, sinnepi og dass af salti. Næsti dagsskráliður kýs ég að kalla Pyntingarklefinn. Þetta mun vera þekkt minni úr manndómsvígslum í gegnum aldirnar í öllum heimsálfum að ein þrautin sé eitthvað sem valdi óbærilegum sársauka. Ég var sendur í bakvax en neei það var ekki nóg og mikill sársauki ég fékk eina rönd á innan verðu lærinu. Þetta hlýtur að vera eins konar æfingarbúðir nútímakvenna fyrir barnsburð, í alvöru þetta er bara rugl. Næstu þrautir hafði aðeins meira skemmtanagildi þó að þær væru ekki auðleystar.  Haldið var á Nesjavelli  í svokallaðan adrenalíngarð. Þar var ég látinn sveiflast öfugur í brjálaðri rólu sem var mjög gaman nema ég hélt alltaf svo fast í sleppikaðalinn að það þurfti þrisvar að hífa mig upp í topp sem fyrir mér voru um tuttugu metrar en hafa kannski verið um átta til níu í raun. Næst átti ég að klifra upp staur ,einmitt um níu metra raunhæð tuttugu metra sýndarhæð og var álíka beinn og nefið á Harrison Ford. Í reyndi mikið að komast upp á hann en fæturnir lamaðir af adrenalínóverdósi vildu ekki hlýða. Næst var maður dreginn upp aftur á bak í hálfgerðum Matrixfíling nema með tvist. Þegar ég segi tvist þá meina ég maður fór í heilan hring í loftinu og datt öfugur niður cirka þrjá til fjóra metra í frálsu falli. Þetta var mjög gaman þangað til línan kippti í sigbeltið og pungurinn varð eftir upp í níu metrunum enþá að drepast. Burtséð frá geldingunni var þetta skemmtilegasta tækið. Eftir það var feitur burger og sund í glæsilegu bikini. Svo var farið upp á geysi með mig í skrattabúningi, þar átti ég að dreyfa miðum um sýningu sem átti að fara hefjast. Upp að Strokki átti ég semsé að fremja galdur syngja og fleira til að magna upp gos í hvernum ásamt  því að drekka heilt glas að jellýógeði. Seyðurinn tókst svo vel til að á lokanótu Sprengisands uppi á háa céi gýs Strokkur við mikinn fögnuð ferðamanna. Eftir það var haldið í bústað með grilli og alles.
Brúðkaupsdagurinn leið svo fljótt að það var eins og einhver hefði ýtt á FF á fjarstýringunni X128. Brúðkaupið var í Grensáskirkju, myndatakan var úti við fjöruna á Laugarnestanga, veislan í Oddfellóhúsinu við tjörnina um tvö og svo borðað með foreldrum og systkinum á Holtinu um kvöldið þar sem við brúðhjónin eyddum nóttinni. Dagurinn leið álíka hratt og ég var að skrifa þessar línur. Eftir það fórum við til Tyrklands í brúðkaupsferð með litla prinsinn með. Það var alveg sjúklegur hiti. Þegar hitinn er kominn vel yfir 40 stig er þetta eins og að vera fastur í gufubaði með engar dyr. Sem betur fer var vel loftkæld íbúð. Tyrkir eru jafn miklir sölumenn í blóðinu eins og Íslendingar eru eyðsluklær. Þannig er þetta grundvöllur fyrir fullkomið samband. Myndi manni ekki bregða ef lyfjafræðingur í apóteki sem maður væri að versla, byði manni frí skæri ef maður keypti hitamæli sem væri ekki á dagskrá að kaupa. Eða ef maðurinn sem væri að afgreiða í Kjöthöllinni byði manni þrjá konfekt kassa á þúsund kall í stað eins á fjögur hundruð kall sem væri í innkaupakörfunni. Svona eru Tyrkirnir ef að þetta hefðu verið alvöru Tyrkir en ekki Alsýringar sem komu hingað á 17. öld hefði þeir boðið landanum heitt eplate, eða tyrkneskt kaffi og selt þeim teppi, leðurvörur og skart fyrir  fleiri þúsund ærgildi  og skreið.
Ení veis frábært land yndislegt fólk með gífurlega þjónustulund því miður voru plúsferðir  ekki með eina túrinn sem ég ætlaði að fara í en það er Halim Al túrinn hann verður kannski kominn næst.



Söguhornið

magentaÍ ísköldum fjallakofa upp við Veiðivötn hrekkur Gissi upp í svitakófi, það er alltaf sami draumurinn sem verður til þess að hann vaknar eins og einhver hafi skvett kaldri vatnsgusu yfir hann. Hann hleypur eftir löngum dimmum gangi, hann veit hvað er við enda gangsins en alltaf hleypur hann jafn hratt í draumnum í von um að í þetta sinn komi hann í tæka tíð. Í kofanum situr hann og skelfur Hann horfir út um gluggann á skært tunglsljósið.   Sama tungljósið notar Gressi til að fylgja slóð skepnunnar sem hann elti ákaft.  Hann var oriðinn ansi heitur og fann fyrir návist hennar í u.þ.b. tvo kílómetra í burtu.  Hann fann fyrir vægum titringi og sá móta fyrir þokuslæðunni sem boli notaði til að dylja sig.  Í Afríku hafði frægur seiðkarl losað Gressa við fortíðadrauga sína sem hann sá í hverju horni. Hann hafði varið þorpið með kjafti og klóm fyrir málaliðaher og að launum losaði seiðkarlinn hann við myrkfælnina. Í Indlandi hafði hann öðlast sálarró í gegnum hugleiðslugúrú og gat nú arkað einn í myrkrinu óttalaus á eftir morðóðu uppvakninga nauti. Á hótelbar einum í Ísafjarðabæ er Gunni að spjalla við franskan blaðamann sem er að fylgja eftir heimsókn Kofa en fannst þetta dularfulla hvarf Júlíu það spennandi að hann dreif sig vestur.  Blaðamaðurinn býður Gunna í glas en hann afþakkar hann hafði hætt að drekka fyrir tuttugu árum.  Ástæðan fyrir því var að hann hafði mist út úr sér mikið leyndarmál dauðadrukkinn við mann sem hét Gregory Witen. Blaðamaðurinn sagði Gunna hann hafði komist að því að það hafði fundist bíll ofan í fjöruborði fyrir neðan klettabelti hjá Arnanesi en það væri enn verið að reyna að koma björgunartækjum að bílnum og yrði sennilega að bíða eftir næstu fjöru.
Gunni sendir sms á Gressa og Gissa og  hringir í Heiðdísi til að færa henni fréttirnar. „Þetta stemmir Gunni minn hún Júlía birtist mér áðan í draum áðan og sagði að maðurinn sem gerði þetta býr á bæ við Arnanes. „Takk Dísa mín ég fer þangað strax í fyrramálið að kanna málið  bæ”.  Gunni þakkar blaðamanninum fyrir spjallið og fer upp að sofa.
Gressi sér að nær ekki að í skottið á bola fyrir dagrenningu og tjaldar því ,svarar Gunna, og leggst út af áður en hann leggst á koddann eru hroturnar farnar að drynja í taktföstum hrynjanda út í náttmyrkrið.  
Gissi fer út í lind rétt hjá og sækir sér undarennu situr svo við borð í kofanum og sýpur á fernunni og ímyndinni úr draumnum lýst í hausnum á honum, við enda gangsins liggur mágur hans með starandi opinn augu, opinn munn og spjót í gegnum hann miðjan.  Blóðið ætlar aldrei að hætta að leka.
Gunni horfir löngunaraugum á allar litlu vínflöskurnar í míníbarnum en stenst freistinguna.  Fyrir tuttugu árum síðan hafði hann kjaftað leindarmáli þeirra í einkasamkvæmi í Hollywood.  Maður að nafni Gregory Witen hafði notað það til að skrifa handrit um mann sem bjó yfir sömu eiginleikum og þeir en kallað hann Hálendinginn.
     Félagarnir höfðu allir uppgötvað ódauðleika sína á svipuðum tíma hann, Gissi og Gressi.  Eftir 3 daga höfðu banasár þeirra gróið eftir var aðeins ör sem hvarf næstu árin Gunni ,eins og Gressi og Gissi, höfði skriðið út úr gröf sinni og látið sig hverfa af ótta við að vera kallaður draugar eða uppvakningar. Gunni hafði náð að kasta kveðju á son sinn á leiðinni út úr haugnum. Það voru um 2000 ár síðan hinir ódauðlegu um allan heim höfðu hætt að afhausa hvern annan í taumlausri græðgi til að ná kröftum hina föllnu. Hin eilífa baraáttu um að vera sá síðasti eftirstandandi af þeirra kyni var hætt. Þeir höfðu stofnað samfélag hinna ódauðlegu fyrir tilstilli meistara síns sem fæddist um það leyti.  Þeir höfðu skipt sér upp í hópa eins og G-unit til að hjálpa hinum dauðlegu í baráttu við yfirnáttúrleg öfl sem mannkynið hafði ómeðvitað kallað yfir sig sjálft með óttastjórnandi mýtum og neikvæðum, niðurbjótandi hugsunum sínum.  Hinir ódauðlegu höfðu þroskast þrjú þúsund sinnum hraðar andlega heldur en restin af mannkyninu með hjálp lærimeistara síns og var mottóið þeirra ekki lengur hin fræga setning “there can be only one” heldur “we are all one”.  
      Gunni sofnaði við samfarahljóð hjóna í næsta herbergi, Gressi svaf sínu værasta og Gissi horfði ,með öll sín stóru “ef” á herðunum, skjálfandi  á undarennufernuna með sínum skær “bleika” lit.














Lægð

Er í andlegri blogglægð.  Er að vinna eins og vindurinn og orka
ekki að blogga í neitt að ráði, eins og svíarnir sem orkuðu ekki lengur
að spila gegn grjóthörðum íslenskum bergrisunum.  Kannski andinn
komi yfir mann fjótlega, allt púðrið er farið í fjórða kaflann sem
birtist fjótlega.

Til hamingju halelúja

Já litlu sætu kórdrengirnir frá Finnlandi unnu Europopkeppnina með stæl.  Átti enginn séns í þessa töffara.  Evrópubúar ekki alveg að fatta grínið frá Íslandi og Íslendingar kannski ekki nema til hálfs.  Þessi Neó Kaufmanismi fer eitthvað misilla í fólk. Leikkonan sem í gervi blaðakona var "hent út" af blaðamannafundi hennar hátign, staðgenglar settir í gervi alteregósins og svo mætti lengi telja eru ekkert nema beinar skírskotanir í meistara aprílgabbana Andy Kaufman. Fyrir þá sem urðu voða vonsviknir og móðgaðir eftir uppákomuna í essóstöðinni mæli ég með að þið röltið út á næstu myndbandaleigu og leigið mynd sem heitir Man on the Moon svona rétt til að glöggva ykkur á hverju þið getið von á næst.

<>Afrakstur helgarinnar: 1 Matarboð, 1 Afmæli, 1 Lokahóf og 1 sigur besta utandeildarliðs norðan Himanlæja "Kærastan hans Ara".

Helgin summuð upp

Þar sem ég er ekki duglegasti bloggarinn í bænum ætla ég að gera smá
samantekt af síðustu dögum.  Fimmtudaginn var vinnufundur og svo
æfingu með besta utandeildarliði norðan himalæjafjalla annað eins
stórskotalið hefur ekki sést síðan Charles Wreford Brown sparkaði í
tuðru eina og sagði "ég skýri þessa íþrótt knattspyrnu". Föstudagurinn
fór ég á hestbak með unnustunni og á laugardag var frænka mín og
maðurinn hennar með samanlagt 75 ára afmæli og svo fór ég í barnaafmæli
á sunnudaginn. Þegar maður á stóra fjölskyldu eru endalaus afmæli og
endalaus matarboð, ég kvarta ekki, enda heimsmeistari í
matarboðum.  Í dag og í gær hef ég ekki gert mikið annað en að
vinna.

Söguhornið

patre.jpg
Í litlum dal norður í Eyjafirði er þoka að sliðast niður brattar hlíðarnar.  Hún heldur áfram og sveipar lítið þorp sem stendur við fjörðin dulu sinni.  Fólk er að koma heim úr vinnu sinni annað hvort gangandi eða akandi.  Stöku kveðjur heyrast þar sem fólk lokar dyrunum á heimilum sínum. í útjaðri bæjarins er gríðarstór grunnur að einbýlishúsi. Búið er að grafa fyrir honum, en verið er að slá upp mótum fyrir væntanlegar steypuframkvæmdir.  Upp í upphitaða jeppabifreið stígur þybbinn maður.  Hann skrúfar niður rúðuna og kallar til manns sem situr á trébúkka hinu megin við djúpa holuna.  “you just finish this then go home okey”.  Maðurinn  tekur innihald plastmáls í einum teig og byrjar að naglhreynsa búnkann sem eftir er.  Hann bölvar á móðirmáli sínu kuldanum sem virkar þrefalt kaldari í þessu raka lofti.  “AH kurva” heyrist aftur þegar hann höfuð hamarsins hrekkur af skaftinu.  Hann tekur naglbít upp úr áhaldabelti sínu.  Þegar hann á tíu spýtur eftir tekur hann eftir því að þokan hefur þést all hressilega.  Hann hefur samt ekki áhyggjur því hann sér ennþá glitta í ljós frá ljósastór í næstu götu.  Þegar hann hefur kastað mæðunni byrjar hann aftur en skyndilega heyrir hann ljágt baul.  Það er ekkert óeðlilegt hugsar hann það eru bóndabæir skammt frá. Eftir þrjár spýtur heyrist baulið ennþá hærra og einhver undarleg lykt.  Hann lítur í kringum sig sér ekkert. Eftir tvær spýtur heyrir hann baulið enn hærra og finnur lyktina enn sterkar, hann reynir að koma fyrir sig hvar hann hefur fundið þessa lykt áður.  Eftir eina spýtu finnur hann jörðina nötra undan fótum sér.  Ætli það sé einhver nautahjörð sem hefur sloppið út úr girðingu hugsar hann með sér.  Núna mundi hann hvar hann fann þessa lykt.  Hann fann hana þegar vinnuveitandinn hans hafði boðið honum í heimsókn í virkununa með öllum gufustrókunum, Krafka eða eitthvað svoleiðis.  Hann ætlar að halda áfram en verður brugðið þegar baulið glymur í eyrum hans. Hann gripur fyrir eyrun og í þann mund sem hann ætlar að snúa sér við finnur hann eitthvað stingast í síðu sína.  Honum er fleygt hátt í loft ringlaður eftir skellinn grípur hann um maga sinn og reynir að hemja blóðflæðið.  Út úr þokunnu sér hann eitthvað nálgast hægt.  Hann gleymir öllum sársauka í skelfinngu sinni þegar hann sér rándýrið sem leikur sér að honum.
Ófreskjan líkist nauti með brotin horn, sinarnar og vöðvarnir lágu berar utan á því og skinnið drógst lafandi  á eftir skepnunni.  Útúr nösnunum gaus gulur reykur með megnum brennisteinsfnyk og í blóðhlaupnum augunum sem fylgdu hverri hreyfingum bráðinnar eftir mátti aðeins greina eitt, hungur í mannakjöt.  Maðurinn í geðshræringu sinni gat ekki staðið upp og bakkaði skríðandi. Það eina sem hann gat stunið upp áður en hann féll  í yfirlið af sársauka var “In nomini patri…”



patre.jpg

Gengið um gólf í losti

Hef ekki geta skrifað eða unnið neitt að ráði núna síðan á föstudag en
gengið mikið um gólf.  Fór í mat til foreldra minna þá en kvöldið
endaði með því að litli strákurinn minn var kominn með hita og er
búinn að vera með á bilinu 39 til 40 stiga hita síðan.  Einhver
hitavírus í gangi sem vildi svo einkennilega til að barnið hennar
Claire í Lost var með sama vírus, kannski ekki nákvámlega en einkennin
nánast eins, spúkí.  

Söguhornið

modir_15280.jpg
Það húmar að kveldi á votum vertrardegi. Einmana hrafn sveimar yfir
Gullinbrúnna hann heldur fluginu áfram í leit að ætum bita. Í
fjarskanum sér hann eitthvað glitrandi. Hann lækkar flugið og sest á
húsþak. Það sem hefur vakið augu hans er silfurgrá Jeppabifreið og
annað glitrandi undarlegt áhald. Við eitt hjólið liggur ljóshærð kona í
blárri dragt. Niður vangann sameinast þrjár ár og verða að einu
beljandi stórfljóti, ísköld rigningin volg tárin og heitt blóðið. Í
hálsakotinu liggur lítil stúlka hún þorir ekki að hreyfa sig hún horfir
enn á skuggaveruna ,sem rís eins og skýjakljúfur yfir þeim, og grætur
hann starir á þau stingandi augum. Það er eitthvað mjög ómanneskjulegt
við þau eins og að horfa inn í hyldýpi. Í fjarska heyrir hann sírenuvæl
sem harmonerar við væl stúlkunnar. Fokk hugsar hann með sér einhver af
þessum ríku úthverfahillbilla beljum hefur hringt á lögguna. Hann veit
að hann verður að láta láta sig herfa einhvert langt í burtu þau bæði.
Hann stingur sveðjunni inna á sig sveipar að sér frakkanum og hleypur
út í myrkrið. Brátt er rauð gatan stúkuð með gulum böndum og gatan
fyllist af bílum með bláum ljósum. Forvitinn múgurinn þéttist og
þéttist og verður hágværari. Fulltrúar hins valda sannleika og hins
sanna sannleika voru kominir á stjá. Ljósmyndaflössinn flóðlýsa
vettvanginn. það setur hljóðan þegar drunur í fjórum Harley Davidsson
mótorfákum fylla steypudalinn. þeir halda sig í hæfilegri fjarlægð því
ef það eru einhverjir grunnsamlegir þá eru það fjórir leðurklæddir
menn, þrír með skegg og sítt hár og einn sköllóttur allir með letrað
Mareshon í gotnesku letri aftan á bakinu. Þeir líta á hvorn annan kinka
kolli og þeytast svo í burtu. Einn rannsóknarlögreglumaðurinn fylgir
einnhverjum eðlishvötum hvíslar í eyra kollega síns hleypur inn í bíl
og ekur af stað á eftir þeim. Rökrið breytist í myrkur og hrafninn
hefur sig til flugs á ný eftir að hafa séð nóg hann flýgur yfir sundið
fram hjá blokkaríbúð þar sem gömul kona lítur út um gluggann og horfir
á regnið sem lemur rúðuna. Konan segir við sjálfan sig " þær ættu að
vera löngu komnar ég fer að fara að hafa áhyggjur af þeim" Krummi sest
á svalarhandriðið og krúnkar, engu líkara en hann sé að boða henni
sorgarfréttirnar. Kalt vatn rennur henni milli skins og hörunds því hún
skynjar hvað sé á seyði. Í því andrá hringir síminn, í útvarpinu
heyrist þulurinn segja "þetta er Guðni Már Henningsson sem kveður ég
set hérna síðasta lag fyrir fréttir eitt gamalt og gott með Bubba"
gítarómur fyllir stofuna og dimm rödd kóngsins kveður "móðir hvar er
barnið þitt svona seint um kvöld".

modir_15280.jpg

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband