Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Bjargaðu klappstýrunni, bjargaðu heiminum

Þessi frasi úr sjónvarpsseríunni Heroes kemur upp í huga mér eftir að hafa farið á leikritið Leg eftir Hugleik Dagson síðast föstudagskvöld.  Leikritið er alveg frábært ég lá í kasti nánast allan tíman enda hef ég smekk fyrir húmor allt frá gallsúrum  Monty Python til hina svörtustu hugrenningum Mr Dagsonar. Halldóra Geirharðs fer gjörsamlega á kostum, eins og svo oft áður, sem hin fráskilda, miðaldra fyrrverandi forstjórafrú í tilvistarkreppu.  Það var samt greinilegt að hinir eldri í salnum sem vanir eru hefðbundna leikhúsforminu voru ekki alveg eins hrifnir. Leikritið er nefnilega brotið skemmtilega upp með alls konar myndrænu efni og er  hálfgerðum „flassback" söguformi með  hröðum „klippingum." Þessi framtíðarsýn með Glóbal heimsveldið í leikritinu minnir svolítið á hið íslenska heimsveldi Lovestar í samnefndri bók eftir Andra Snæ. Það eru nefnilega höfundar eins og Andri Snær og Hugleikur sem þjóðin ,og heimurinn ef því er að skipta, þarf til að slá okkur hressilega utan undir og segja hösturlega „rankið úr rotinu." Þó að við hlægjum núna  eða hneikslumst á groddalalegum bröndurum Hugleiks og efumst um framtíðarsýn Andra í Lovestar og Sögunni um bláa hnöttinn þá er það sorglega við það að þangað erum við nákvæmlega að stefna. Spurningin er þá þessi er það þetta sem allir vilja, að stefna blind í þessa átt?  Ef ekki þá mæli ég með lestri bókarinnar The last hours of ancient sunlight. Eins og kemur fram í henni þarf ekki að vera ofurhetja sem getur flogið og lesið hugsanir til að bjarga klappstýrunni. Það þarf bara að vera meðvitaður hvert heimurinn stefnir og breyta því hvernig maður hugsar sjálfur. „Viltu breyta heiminum? Skaltu byrja á því að breyta sjálfum þér. Viltu breyta sjálfum þér? Kafaðu þá alveg hljóður í haf þagnarinnar."(Sri Chinmoy)


Diet Coke læknana

Í ausandi rigningu og beljandi rokinu tók ég almenningsvagn niður í
bæ.  Er að styðja þessa dagana þvílíkt þessu sökkvandi
skipi.  Ef fyrra leiðarkerfi hefði fengið að halda sér og öllum
þessum miljónum í breytingar hefði verið eitt í að auka fjölda ferða á
klukkutíma hefði það skilað sér hugsa ég margfalt í kassann.Vonandi að
einhver taka við sem hlustar á raddir viðskiptavinarins því hann veit
oft betur heldur enn skrifstofublækur með stóru kortin  í
babelonsturnunum sínum.   Verst að þessir menn geta fokkað
upp mörgum miljónum í svona klúður og hlaupið svo bara í burtu í annað
eins starf og þurfa aldrei að svara fyrir geriðir sínar. Þetta á ekki
bara við um strætó heldur flest öll stórfyrirtæki. Eníveis ég fór á þar
til gerða læknastofu til að láta taka sauma úr mér.  Eftir það
hélt ég ferð minni áfram niður á Tryggingastofnun til að sækja um
afláttarkort fyrir mig og son minn.  Eftir eyrnabólgur og annað
kvef var hann fjótur að fylla upp í sinn kvóta.  Ég var hins vegar
með tvær stórar upphæðir önnur fyrir aðgerðina hina frá tannsa. 
Hann var fljótafgreiddur en þegar röðin kom að mér sagði gjaldkerinn
"þetta er bara fyrir lækniskostnað" ég í fávisku minni gat ekki setið á
mér og spurði hvort tannlæknar væru ekki læknar.  Það var
fljótsvarað "nei þeir eru TANNlæknar ekki læknar" með fyrirlytningu
eins og þeir væru hið óæðra kyn lækna, svörtu sauðirnir í
fjölskyldunnni, diet Coke læknana not læknir enough. Jæja þá verð bara
punga út meira í alvöru lækna til að fá afslátt.  En héðan í frá
mun ég alltaf kalla tannlækna afsakið tannviðgerðamenn, tannvirkja.

Kredetlisti

Það fór aldrei svo að Yoda og Ken enduðu saman í einni sæng. 
Bjóst reyndar alveg við því. Eftir situr Pabbi Indíana Jónas eftir með
sárt ennið og Trójuprinsinn Paris og Miss Monneypenny alltaf út í
kuldanum.  Bara eftir að leggja hraðbrautina í gegnum
stofuna.  Ég verð samt að gefa Leikstjóranum Dóra og
aðstoðaleikstjóranum Geira kredit fyrir ágætis kvikmyndasýningu,bíð
spenntur eftir næsta plotti og endinum.Ætti bara ráða þá sem höfunda
næstu Lost seríu, "æ .þetta var bara draumur" er orðið ansi þreytt grín
þegar búið er að skrifa sig út í horn.  And cut thats a rap
folks.

Knottsningarspyrna

Í dag verður flautað til leiks í stærsta kosningarslag í
Íslandssögunnar eins og Andri Snær orðaði það.  Leikmenn hafa
rusltalað hvern annan allan mánuðinn og eru orðnir eldheitir og
tilbúnir í slaginn.  Skemmtileg loforð sigurvegara hafa glatt mig
eins og vatnsrennibrautagarður,sem er mikil þörf á þegar gamalt og
sjúklingar er látið lifa í eldspýtustokkum og að gefa öllum
Reykvíkingum x summu fyrir sölu Landsvirkunar, eins og það myndi
einhvern tímann gerast, að þeim peningar yrði ekki varið í
framkvæmdir.  Ungi fyrirliði rauða liðsins hefur farið mikinn og
hefur mátt þola endalaus háðsglott frá gömlu kempunni í bláa liðinu sem
lítur út fyrir að vera maður sem veit.  Já kosningar má líkja við
hvað sem er líka knattspyrnu.  En það er einmitt hugsunarháttur
sem margir hafa.  Halda með sama liðunu til dauðadags sama hversu
illa gengur og þeir eru ömurlegir.  En tryggð við sitt lið er ekki
sama skapa sér framtíð.  Ég var ekki vissum hvað lið ætti að halda
með fyrir keppnina, ætlaði að halda með þeim bláu enda gallharður
Frammari þangað til ég fór að kynna mér leiktaktíkina þeirra.  Og
viti menn þeir ætla að troða mislægum gatnamótum upp í görnina á
mér.  Ég vel þann rauða í staðinn jafnvel þó ég myndi aldrei halda
með val. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband