Færsluflokkur: Dægurmál

Öðruvísi jól

Þau voru heldur betur öðruvísi jólin þetta árið en gengur og gerist hjá mér. Öll stórfjölskyldan fimmtán manns var á leiðinni vestur um haf til eyjar í Karíbahafi sem nefnist Dómeníska Lýðveldið en deilir víst bróðurlega landi með Haítí. Ferðin byrjaði ekki gæfulega þar sem litli prinsinn var farinn að hósta degi fyrir brottför og hita þegar við lögðum af stað til fyrsta áfanga staðar sem var Halifax. Þar var hann að vísu sprækur og mamman og pabbinn skiptust á að elta rakettuna út um allt. Seinni lotan til suður til Dómenó var ekki eins fjörug þar sem hann mókti allan tímann. Þegar komið var upp á hótel var strax farið að vinna í því að fá lækni. Í Dómeníska Lýðveldinu er allt önnur tímaskynjun en í iðnríkjunum þar sannast best fullyrðing Einsteins að tíminn sé afstæður. Eftir klukkutíma bið hringdi fararstjórinn og bað okkur um að koma upp að lobbí og hitta lækninn sem var með litla aðstöðu þar hjá apóteki. Hótelið var byggt í smáum einingum þriggja hæða fjölbýlishús sem var dreift um hótelsvæðið og þyrfti því smá labb í að komst í hið eiginlega lobbí. Þegar þangað var komið var enginn læknir sjáalegur og fararstjórinn bað afgreiðslukonuna í apótekinu að hringja á lækninn. Tuttugu mínútur sagði konan í að hann kæmi. Við fórum  aftur upp á herbergi og biðum.  Eftir tvo tíma hafði ekkert spurst til hans. Nú gæti fólk bent á að lífið sé svo afslappað og áhyggjulaust þarna að allir taki sinn tíma að koma sér á áfangastað og það þetta sé óþarfa ferðamannastress. En þegar maður er tveggja ára einhverfur drengur sem aldrei kvartar undan sársauka og eina leiðin til að láta vita þegar maður er sárkvalinn er að grenja er tíminn mikilvægur.  Því þegar hitinn fer vel yfir fjörtíu stig og ekki hægt að gráta er lítið annað sem gerist en  maður líður út af.Þetta gerðist einmitt í þeim töluðu orðum sem ég var að tala við farastjórann. Farastjórarnir Gunnþórunn og Freyja og komu eins fljótt og þær gátu og hringdu stanslaust á lækninn þar til hann kom loksins og keyrði okkur öll upp á spítala þar sem hann var settur í myndatöku og gefin næring, hitalækkandi og sýkladrepandi. Jabbs bráðalungnabólga var það heillin, næstu þrír sólahringar dvöldum við á spítala sem gæti hafa litið út eins og Landspítalinn fyrir fimmtíu árum með  frumskógarlífi. Fararstjórarnir litu inn daginn eftir og eiga þakkir skilið fyrir frábæra þjónustu.Okkur leið samt ágætlega við höfðum okkar fólk sem skipti við okkur til að komast í mat, nokkrir tungumálaörðuleikar gerðu vart við sig við hjúkkurnar en það er ótrúlegt hvað fingramál og sameiginlegur áhugi á að gera sig skiljanlegan getur fleytt manni áfram auk þess sem  vinkona mömmu og dóttir hennar töluðu spænsku. Hjalti litli fékk að horfa á Dodda og Bubba eins mikið og hann vildi en sveið samt hrikalega undan reglulegum sprautunum og var farinn að væla hvert sinn sem hjúkkurnar  litu inn. Þegar grænt ljós kom frá alþjóðlega SOS lækninum fengum við að fara "heim". Á aðfangadag klukkan sex ,sem að öllu jöfnu hefði maður óskað sínum nánustu gleðilegra jóla farið svo að borða rjúpur hlustandi á  messuna í útvarpinu, vorum við stödd í lokaathugun á gamalli læknastofu á hótelinu. Drengurinn orðinn hreinn og var mjög feginn að geta loksins hlaupið á bleyjunni í sandinum allan daginn og lagt sig svo með afa í griðalegri himnasæng sem hótelið hafði látið útbúa á einkaströndinni. Síðust dagana fyrir utan að flatmaga fóru í bæjarrúnt með tilheyrandi vindla og larimar(raf tegund, einkennissteinn eyjarinnar) kaupum, og ferð í Ocean World sem er sjávardýragarður. Þegar við komum heim í kuldann klukkan sex um morgun á gamlársdag vildi maður helst snúa aftur í dyrunum og hoppa upp í næstu vél til baka. Þessi lífsreynsla á spítalanum var vissulega  erfið en ég fann virkilega til með þeim foreldrum sem þurfa að horfa upp á börnin sín kveljast á hverjum degi. Stundum heldur maður með sínum fullorðinshroka að það sé svo ótal margt sem geti og þurfi að kenna börnunum að það gleymist hvað er mikilvægasti lærdómurinn. Það eru börnin sem eru hinir eiginlegu kennarar því þau kenna manni allt sem skiptir svo miklu máli, æðruleysi, þolinmæði og þakklæti.


Upprisan

Jíbbí próflok í HR. Latasti bloggari norðan alpafjalla snýr aftur eftir þriggja mánaða útlegð, í ágúst var ég latur engin afsökun í september og október hef ég án gríns varla litið upp úr námsbókunum. Já ég hef bara ekki þessa grimmd sem þarf til að lifa af í heimi hinna miskunnarlausu baráttu frílans teiknara er því farinn að læra að vera Hverfiznæðingur eða erfisbræðingur okei okei enn og aftur játa ég mig sigraðan fyrir ofuröflum íslenska auglýsingageirans þetta er ekki eins fyndið og afrískur könnuður.

 Hvað markvert hefur gerst síðan ég í júlí  , hmm skipt um borgarstjórn leiðindamál það, alla vega fyrir Sjálfstæðismenn. Kveikt á friðarsúlunni, já  einmitt ég stóð í smá stund eftir að ég sá þetta ljósmastur í fyrsta skipti og varð kveikjan að orðinu. Orðið hríslaðist niður bakið á mér.Orðið sem skaust leiftursnöggt í hug flestra „ungra“ karlmanna á mínu reiki ,þökk sé hinum telepatíksa heimi, og einnig fleiri sem höfðu bæst í aðdáendahópinn fyrir tveimur árum,  svo auðvitað þeirra sem skynjaði nostalgíu hugsanir okkar sem ómuðu í undirmeðvitund alheimsins. Þetta orð gat ekki stimplað sig betur inn í næturhimininn það var einfaldlega Batman. Af hverju öllum þeim fjölda sem fékk þessa hugmynd á nákvæmlega sömu stundu hefur enginn búið til Batmann merkið á kastarann? Kannski af því menn á mínu reiki nenni ekki lengur að gera prakkarastrik. Þeir eru of uppteknir af framabrautinni, bera of mikla virðingu fyrir Frú Lennon eða hafa einfaldlega þroskast.

Núna er allavega kominn grundvöllur fyrir því að glaumgosa milljarðamæringar geti farið að spranga um í Latex búningum með kítín brynjur og breytt hömmerunm sínum í skriðdreka. Það er komið hið fullkomna kalltæki Ríkislögreglustjóra. Þar sem flestir þessir milljarðamæringar eru rólegir fjölskyldufeður set ég allt mitt traust á töffarann Róbert Weismann. Hann gæti heitið X-Actavisman eða Pharmoman. Gunnar Birgis er svo langt kominn með að byggja upp leikvöll fyrir næsta menntskæling með ljósmyndadellu sem verður bitinn af erfðabreyttri könguló frá Kára Stef. Já Ísland getur orðið eitt gósenland ofurhetjanna. Ég hef reyndar verið að pæla í því hver hin eina sanna íslenska ofurhetja sé en ekki komist að neinni niðurstöðu ennþá. Í B-bloggsögunni(Óður minn til B-myndanna sem ég hef reiknast til að hafa fengið hugmyndina að  sama mánuð og Quentin Tarantino byrjaði að skrifa Death Proof, þökk sé hinum telepatíska heimi) minni eru það hetjur Íslendingasagnanna sem eru gerðar ódauðlegar ofurhetjur en þær eru samt of margar til að hægt sé að velja einu sönnu ofurhetju.

Næsta hitamál var barnabókin Tíu litlir negrastrákar, þetta er einhver nostalgía sem tilheyrir ekki minni kynslóð alla vega var mitt kvöldlesefni Andrés Önd og félagar. Hvort slík rit verða álitin full af fordómum eftir 50 ár í garð dýra skal ósagt látið, ætli tíminn verið ekki að leiða það í ljós. Ég man reyndar eftir einni bók sem snerti mig mjög djúpt í æsku og ég keypti um daginn í Góða Hirðinum. Hún heitir Hamingjusami prinsinn. Þetta er ekki franska bókin Litli Prinsinn heldur önnur saga sem fullorðnir geta líka tekið til sín og á sérstaklega við núna þegar allir eru að missa af síðasta Bensanum í búðinni.

Fyrir spennta lesendur (Krossfiskur +1-2) B-bloggsögunar mun ég birta næsta kafla í tveimur hlutum vegna gífurlegar lengdar.

 

 


Bjargaðu klappstýrunni, bjargaðu heiminum

Þessi frasi úr sjónvarpsseríunni Heroes kemur upp í huga mér eftir að hafa farið á leikritið Leg eftir Hugleik Dagson síðast föstudagskvöld.  Leikritið er alveg frábært ég lá í kasti nánast allan tíman enda hef ég smekk fyrir húmor allt frá gallsúrum  Monty Python til hina svörtustu hugrenningum Mr Dagsonar. Halldóra Geirharðs fer gjörsamlega á kostum, eins og svo oft áður, sem hin fráskilda, miðaldra fyrrverandi forstjórafrú í tilvistarkreppu.  Það var samt greinilegt að hinir eldri í salnum sem vanir eru hefðbundna leikhúsforminu voru ekki alveg eins hrifnir. Leikritið er nefnilega brotið skemmtilega upp með alls konar myndrænu efni og er  hálfgerðum „flassback" söguformi með  hröðum „klippingum." Þessi framtíðarsýn með Glóbal heimsveldið í leikritinu minnir svolítið á hið íslenska heimsveldi Lovestar í samnefndri bók eftir Andra Snæ. Það eru nefnilega höfundar eins og Andri Snær og Hugleikur sem þjóðin ,og heimurinn ef því er að skipta, þarf til að slá okkur hressilega utan undir og segja hösturlega „rankið úr rotinu." Þó að við hlægjum núna  eða hneikslumst á groddalalegum bröndurum Hugleiks og efumst um framtíðarsýn Andra í Lovestar og Sögunni um bláa hnöttinn þá er það sorglega við það að þangað erum við nákvæmlega að stefna. Spurningin er þá þessi er það þetta sem allir vilja, að stefna blind í þessa átt?  Ef ekki þá mæli ég með lestri bókarinnar The last hours of ancient sunlight. Eins og kemur fram í henni þarf ekki að vera ofurhetja sem getur flogið og lesið hugsanir til að bjarga klappstýrunni. Það þarf bara að vera meðvitaður hvert heimurinn stefnir og breyta því hvernig maður hugsar sjálfur. „Viltu breyta heiminum? Skaltu byrja á því að breyta sjálfum þér. Viltu breyta sjálfum þér? Kafaðu þá alveg hljóður í haf þagnarinnar."(Sri Chinmoy)


Í ljósaskiptunum - Keyrt yfir kött-

Áður en ég hef þessa afar dularfullu og sorglegu frásögn vill ég endilega benda á síðu hjá manni frá Slóvakíu sem er að vinna með mér á póstinum sem er sjálfmentaður áhugaljósmyndari , ,http://thagnarbarn.fotopic.net/, . Þar gefur að líta magnaðar landslagsmyndir og skemmtilegar mannlífsmyndir teknar í Reykjavík. Ein þeirra í flokknum 1. maí minnir mjög á eina af frægustu myndum Henry C. Bressons.       

Það var ýkjulaust í ljósaskiptunum sem ég ók sem leið lá upp í Breiðholt með konu og barni í heimsókn til systur minnar. Þegar ég átti um hundrað metra áfarna að beygjunni niður Giljaselið gerðist dálítið óvænt.  Ég var með bílastrollu á eftir mér enda var þetta um sex leytið og margir á leið heim frá vinnu.  Ég sá eitthvað koma hlaupandi að bílnum eitthvað gult, því miður fyrir kattagreyið var það um tvo metra frá bílnum sem ég sá hann.  Ég negli á bremsuna en næ bara að slá mest um tíu kílómetra af hraðanum.  Bíllinn hoppar upp, og mér líður eins og ég hafi keyrt yfir mann.  Bílastrollan á eftir mér fer örugglega líka yfir hann.  Ég beygi niður næstu götu sem er einmitt áfangastaður okkar.  Ég hleypi mæðginunum út og undirbý mig andlega fyrir það að ná í köttinn.  Þegar ég svo keyri aftur eftir veginum byrjar dularfullu atburðurinn.  Ég keyri fram og til baka, ég sé ekki neitt, fólk flautar og steytir hnefum á þennan sleða sem ekur eins og Miss Daisy.  Ég sé að þetta er ekki að bera neinn árangur. Ég legg bílnum  geng í alla runna í við götuna, enginn köttur á kembi svæðið í ca. hálftíma það er eins og jörðin hafi gleypt hann, hann hafi leyst sig efnislega upp.  Það eru nokkrar líklegri skýringar sem koma til greina sem ég hef hugleitt.  Hann hafi geta hlaupið skaðaður í burtu á stað sem ég fann ekki, hann hefur komist við illan leik heim til sín eða síðasti bíllinn í strollunni hafi tekið hann strax og farið með hann til eigenda sinna sem ég tel líklegast, því anars er þetta ansi yfirnáttúrulegur köttur sem hefur lifað þetta af. Ég vill allavega koma hér á framfæri fyrirgefningu á framfæri ,ef svo ólíklega vill til að eigendur kattarins lesi þetta, á þjáningum sem ég hef valdið kettinum og eigendum hans.

 

 

 


Maður lést

<>Lögreglukona lést þegar maður í bleikri knattspyrnuteyju ók á hana á mótum Miklubrautar og kringlumýrarbrautar gæti hafa verið fyrirsögn blaðana föstudaginn 16.6.06.  Var að koma af leik með besta utandeildarliði norðan himalæja sem endaði með jafntefli. Skyggni var slæmt og veður vont.  Þegar ég  ek eftir Miklubrautinni og er að rabba við vin minn Krossfisk.  Þegar allt í einu ég sé mannveru vera að sniglast kringum ljósin. Er ekkert að slá af enda grænt og held í tvær sekúndur að þetta sé einhver bjáni eins og ég sem ætlar að hlaupa yfir á gagnbrautinni áður en umferðaraldan kemur.  þegar ég sný mér við og ætla halda spjallinu áfram heyri ég samferðamann minn segja lögreglumaður ég lít við. Rétt til getið Krossfiskur þarna stóð ekki bara lögreglukona heldur lögreglukonu með útrétta hendi eins og hún væri "the one", og það gat bara þýtt eitt.  Stopp á stundinni.  Sem ég og gerði fleytti kerlingar á blautu malbikinu og stöðvaði ca. 5 metrum frá henni.  Með skottið á milli lappana bakkaði ég aftur fyrir stöðvunarlínu á beið þar til röðin kæmi að mér. Já það er víst aldrei of varlega farið í umferðinni. En  Hvað varð eiginlega um móturhjólalöggurnar sem parkeruðu Harley Davidson hjólunum sínum á miðja götuna voru 2m X 2m að stærð í leðurdressi og n.b með hjálminn á hausnum og stjórnuðu umferðinni?

<>En að léttara hjali þá sá ég Litlu Hryllingsbúiðina í gær sem er alveg magnað stykki.  Söngurinn alveg frábær og mikill kraftur í sýningunni.  Ég held ég hafi verið um 6 eða 7 þegar ég sá uppfærsluna með ladda sem Ómar en ég man ekki hvort hún hafi endað svona kom mér alla vega á óvart. Held að í FB uppfærslunni um árið þar sem Sveppi var Baldur hafi þau endað hamingjusöm í húsinu.

<> 

 


Til hamingju halelúja

Já litlu sætu kórdrengirnir frá Finnlandi unnu Europopkeppnina með stæl.  Átti enginn séns í þessa töffara.  Evrópubúar ekki alveg að fatta grínið frá Íslandi og Íslendingar kannski ekki nema til hálfs.  Þessi Neó Kaufmanismi fer eitthvað misilla í fólk. Leikkonan sem í gervi blaðakona var "hent út" af blaðamannafundi hennar hátign, staðgenglar settir í gervi alteregósins og svo mætti lengi telja eru ekkert nema beinar skírskotanir í meistara aprílgabbana Andy Kaufman. Fyrir þá sem urðu voða vonsviknir og móðgaðir eftir uppákomuna í essóstöðinni mæli ég með að þið röltið út á næstu myndbandaleigu og leigið mynd sem heitir Man on the Moon svona rétt til að glöggva ykkur á hverju þið getið von á næst.

<>Afrakstur helgarinnar: 1 Matarboð, 1 Afmæli, 1 Lokahóf og 1 sigur besta utandeildarliðs norðan Himanlæja "Kærastan hans Ara".

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband