Færsluflokkur: Kvikmyndir

300 ofurhugar

Ég var að hjálpa mágkonu minni  að flytja í gær og  ég held ég hafi aldrei  átt eins auðvelt með að rogast með sófa, þvottavélar og hillur á milli hæða.  Ástæðan, jú á föstudaginn fór ég á myndina 300 sem gerð er eftir myndasögu Frank Miller.  Ég held að öll egg heimsins og veðhlaupahestasterar hefðu ekki getað gefið manni meira testósterónbúst en þessi mynd.  Hún löðrar svoleiðis í kynþokka og töffaraskap.  Mér fannst ég vera bara staddur inn í miðri myndasögunni með rauðu bleksletturnar fljúgandi framhjá mér.Meir að segja röddin í Xerxes er eins og maður hafði ímyndað sé og Miller lýsir í sögunni "A voice smooth as warm oil on well born lether--and as deep as rolling thunder". Það hefði kannski mátt sleppa að gera persana að einhverjum LOTR orkum.  Einnig var fullmikið af Gladiator vísunum eins og þetta Honor and respect dæmi og kornakrarnir á kveðjustundinni en annars svalari en andskotinn. Butlerinn er sniðinn í þetta hlutverk og allir bara þokkuð þéttir.
Eina sem böggaði mig á þessari mynd var gaurinn sem sat við hliðina á mér sem flissaði og hnussaði eins og smástelpa í annari hverri setningu, en ég hef þá kenningu að hann hafi farið inn í vitlausan sal hann hafi ætlað að fara á frönsku kvikmyndahátíðina og ekki skilið þessa andlegu fullnægingu myndasögunörda heimsins.

 

 


Mýrin, Börn og aðrir minna þroskaðir menn

Ég er núna búinn að sjá tvær nýjustu íslensku myndirnar Mýrin og Börn og verð að segja að þær eru báða með þeim betri sem gerðar hafa verið á Íslandi. Það ar ótrúlegt hvað íslenskir kvikmyndagerðarmönnum hefur vaxið ásmegin síðustu ár. Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda, hljóðið, heyrir nú sögunni til  og forgjöfin sem þær fengu oft í samanburði við erlendar mydir komin niður í núll ef ekki mínus.  Þessar tvær myndir eru ansi ólíkar að mörgu leyti  önnur er spennusaga unnin eftir bók en hin er sósíaldrama sem var mestu leyti unnin í spuna þær eiga þó margt sameigninlegt þegar grant er skoðað, Báðar eru þær samfélagasspeglar sem varpa ljósi á undirmálsfólk  og báðar hafa þær samskipti foreldra og barna að nokkurs konar þemu þó úrvinnslan sé ólík önnur er drifinn áfram af sterkum sakamálasöguþræði en hin af sterkum samskipta senum.  Þær eru báðar alveg fanta vel leiknar og hefði maður örugglega staðið upp og klappað ef þetta hefði verið leikrit. Hrottarnir úr myndunum eru mjög eftirminnilegir en Elliði í úr Mýrinni fyllti mann meiri viðbjóði en handrukkarinn úr Börnum þar sem hann var að reyna að bæta ráð sitt með grásbroslegum hætti.  Ingvar og Ólafar Darri fynnst mér standa upp úr í leik í myndunum Ólafur sem einfeldningur með geðrænu vandamálin og Ingvar sem Erlendur,þeir eru alveg stórkostlegir og ef það væri til heimsmeistaramót leikara væru þeir  fulltrúar Íslands þar.Sótsvartur húmar einkenndi þær báðar og rétt blanda af drama og húmor gerir myndirnar enn betri Mýrin gengur jafnvel svo langt að Sigurður Óli er gerður að „andrúms létti”.(comic relief).  Handritið að Mýrinni er auðvitað einfaldað að kvikmyndaforminu og öllum aukaflækjum sleppt eins og bróður Erlends en samt kemur það ekki að sök því persónan er dýpkuð á annan máta sem gengur upp á hvíta tjaldinu.  Handritið að Börnum var þróað í kringum persónurnar spannar vissa atburðarás sem tengir þær allar en er kannski ekki aðalatriðið heldur gullkornin sem þær láta út úr sér. Útlit myndanna var nokkuð flott og passaði vel myndunum. Svart hvíta útlit barna smellpassaði í melankólíska andrúmsloftið og sjöundáratugsfilmuáferðin passaði Mýrini vel þó hefði mátt draga aðeins úr noise áferðinni ,þ.e.a.s bikkandi kornunum, sem var á mörkunum að vera pirrandi. Kvikmyndatakan í mjög flott í báðum myndunum öll “staðfestingar ferðaskotin”  þar sem maður svífur yfir landið brjóta Mýrina skemmtilega upp og gefa viss hughrif.  Það eru öllu hefðbundnari taka í Börnum en er brotin líka upp með skemmtilegu sjónarhornum og mörg eins og maður sér oft í teiknimyndsögum þar sem einfaldar lausnir eins og handleggir notaðir til að ramma fólk inn. Öll eftirvinnslan ,talsetningin, klippingin og tónlistin var óaðfinnanleg í báðum myndunum þeir félagar Mugison og Pétur Ben eiga heiður skilið fyrir frábæra tónlist.
Bravó Ragnar Bragason og Vesturport, Bravó Baltasar megi framhaldsmyndirnar verða í sama gæðaflokki.


Últraviðbjóður og Gamli Strákur

<>Er búinn að vera á fullu að vinna og leita að næsta giggi en það afsakar ekki mánaða leti. Sorrý Krossfiskur  gott trikk samt. Helga þessum pistli mynd sem ég sá um daginn.  Ég og nokkrir vinir mínir skelltum og okkur í þynnkubíó klukkan fimm á einu myndina sem var í bíó og enginn var búinn að sjá. Hún ber nafnið Ultraviolet og er vísindaskáldsöguhasar.  Ég skal byrja á hinu jákvæða því allar myndir eða næstum allar hafa eitthvað jákvætt. Það voru einstaka mynduppstillingar og tökur sem glöddu augað.  Hún hafði ágætis hönnun alla vega nóg og sfi.  En hún var illa skrifuð, hræðilega leikstýrð og leikin, illa klippt, tæknibrellurna hasaratriðunum voru illa gerð og jafnvel slagsmála atriðin voru máttlaus þau væru koppí peystuð úr Matrix og Kill Bill. <>Hún var svo léleg að á hádramatískasta augnabliki orguðu við vinirnir úr hlátri. Hún verður að teljast án efa versta mynd sumarsins í bíó ef ekki ársins.  Ég mæli eindregið með henni á vondra mynda kvöldi fyrir þá sem stunda slíkt. Ég gat ekki farið að sofa þetta kvöld með þennan hroða fyrir augunum og leigði mér eina bestu mynd 2004 kóresku myndina Old Boy.  Hún var jafn góð og hin var léleg.  Ég gat sofið rótt kvikmyndalega nautraleseraður.


Vikan summuð upp

Sá X men á föstudaginn og var nokkuð sáttur.  Ef maður lætur sígilda frasa eins og "He wants war, we give him a war" og "I&#39;ts not what I want daddy it&#39;s what you want" fara í taugarnar á sér er þetta þrusumynd.  Alla vega mun skárri lokakafli í þrenningarsyrpu heldur en afhroðið Matrix Revolutions. Vona bara að hliðarsporið um Wolferine verði í sama gæðaflokki og X men syrpan.  Það er alla vega nóg af efni að taka.  Bæði  Weapon X árin fyrir kandísku leyniþjónustuna og samuraiaþjálfunin í Japan.  Hér kemur svo þriðji kaflinn í Póstmóderníska ofurhetjuhryllingsreyfaranum mínum. 

Afrakstur vikunar: 1 Matarboð, 1 Langur reiðtúr, 1 Fermingarveisla, 1 sigur Kærustunar hans Ara í utandeildinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband