Latasti bloggari ársins

<>Jæja þá er maður kominn úr ágætu bloggfríi og er óumdeilanlega
latasti bloggari ársins þ.e.a.s síðasta árs.Satt að segja er áðstæðan
fyrir þessum löngu pásum mínum sú að ég hef ekki þörf til að skrifa á
hverjum einasta degi hvað ég gerði þann daginn. Heldur geri ég þetta
aðalega fyrir sjálfan mig að skrifa þegar mér liggur eitthvað á hjarta,
vill koma hugmyndum og hugsunum í skriflegt form eða til að bæta við
B-bloggsögu splatterinn minn sem ég fer fljótlega að vinna að aftur.
Enda lít ég á bloggsíðuna mína fyrst á fremst sem skissubók fyrir skrif
en ekki dagbók eins og flestir gera. En til að gefa innlit inn í mitt
daglega líf þá er maður eins og allir aðrir að trappa sig niður eftir
stjórnlaust át um jólin og horfa á teletubbies á daginn með syni mínum
sem er veikur 90% af vikunum sem ég er á kvöldvakt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey! Hvað varð um "Mýrina, Börn og aðra minna þroskaða menn" - færsluna?

Gorganzola osturinn (IP-tala skráð) 27.1.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband