15.2.2007 | 23:00
Í ljósaskiptunum - Keyrt yfir kött-
Áður en ég hef þessa afar dularfullu og sorglegu frásögn vill ég endilega benda á síðu hjá manni frá Slóvakíu sem er að vinna með mér á póstinum sem er sjálfmentaður áhugaljósmyndari , ,http://thagnarbarn.fotopic.net/, . Þar gefur að líta magnaðar landslagsmyndir og skemmtilegar mannlífsmyndir teknar í Reykjavík. Ein þeirra í flokknum 1. maí minnir mjög á eina af frægustu myndum Henry C. Bressons.
Það var ýkjulaust í ljósaskiptunum sem ég ók sem leið lá upp í Breiðholt með konu og barni í heimsókn til systur minnar. Þegar ég átti um hundrað metra áfarna að beygjunni niður Giljaselið gerðist dálítið óvænt. Ég var með bílastrollu á eftir mér enda var þetta um sex leytið og margir á leið heim frá vinnu. Ég sá eitthvað koma hlaupandi að bílnum eitthvað gult, því miður fyrir kattagreyið var það um tvo metra frá bílnum sem ég sá hann. Ég negli á bremsuna en næ bara að slá mest um tíu kílómetra af hraðanum. Bíllinn hoppar upp, og mér líður eins og ég hafi keyrt yfir mann. Bílastrollan á eftir mér fer örugglega líka yfir hann. Ég beygi niður næstu götu sem er einmitt áfangastaður okkar. Ég hleypi mæðginunum út og undirbý mig andlega fyrir það að ná í köttinn. Þegar ég svo keyri aftur eftir veginum byrjar dularfullu atburðurinn. Ég keyri fram og til baka, ég sé ekki neitt, fólk flautar og steytir hnefum á þennan sleða sem ekur eins og Miss Daisy. Ég sé að þetta er ekki að bera neinn árangur. Ég legg bílnum geng í alla runna í við götuna, enginn köttur á kembi svæðið í ca. hálftíma það er eins og jörðin hafi gleypt hann, hann hafi leyst sig efnislega upp. Það eru nokkrar líklegri skýringar sem koma til greina sem ég hef hugleitt. Hann hafi geta hlaupið skaðaður í burtu á stað sem ég fann ekki, hann hefur komist við illan leik heim til sín eða síðasti bíllinn í strollunni hafi tekið hann strax og farið með hann til eigenda sinna sem ég tel líklegast, því anars er þetta ansi yfirnáttúrulegur köttur sem hefur lifað þetta af. Ég vill allavega koma hér á framfæri fyrirgefningu á framfæri ,ef svo ólíklega vill til að eigendur kattarins lesi þetta, á þjáningum sem ég hef valdið kettinum og eigendum hans.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Hafþór !
Vonum það bezta, að kötturinn hafi komist óskaddaður frá þessu, jafnvel; en...... það er ljóst, af frásögu þinni, að þú ert dýravinur og góðmenni.
Þessarri eftirgrennzlan þinni, hefðu fáir fylgt eftir, í grimmdarveröld þeirri, sem við búum nú í.
Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 23:26
Ég skal hjálpa þér að komast að þessu. Getur byrjað á að hringja í Kattholt eða lögregluna til að komast að því hverjir sjá um að hreinsa upp eftir svona slys. Dýraspítalinn í Víðidal gæti gefið upplýsingar ef þú réttir henni dagsetningu.
Ég verð að fá að vita þetta.................
En annars óskemmtilegur harmleikur - Ekki hætta að keyra Hafþór!
Oddsi (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 17:21
Takk fyrir þessi orð og ábendingar ég er líka mjög forvitinn að vita hvað varð um hann.
Hafþór H Helgason, 16.2.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.