Helgin summuð upp

Þar sem ég er ekki duglegasti bloggarinn í bænum ætla ég að gera smá
samantekt af síðustu dögum.  Fimmtudaginn var vinnufundur og svo
æfingu með besta utandeildarliði norðan himalæjafjalla annað eins
stórskotalið hefur ekki sést síðan Charles Wreford Brown sparkaði í
tuðru eina og sagði "ég skýri þessa íþrótt knattspyrnu". Föstudagurinn
fór ég á hestbak með unnustunni og á laugardag var frænka mín og
maðurinn hennar með samanlagt 75 ára afmæli og svo fór ég í barnaafmæli
á sunnudaginn. Þegar maður á stóra fjölskyldu eru endalaus afmæli og
endalaus matarboð, ég kvarta ekki, enda heimsmeistari í
matarboðum.  Í dag og í gær hef ég ekki gert mikið annað en að
vinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er erfiðast í heimi að setja athugsemd inn á bloggið þitt Haffi.

Olli Úlpa (IP-tala skráð) 19.5.2006 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband