22.5.2006 | 00:16
Til hamingju halelúja
Já litlu sætu kórdrengirnir frá Finnlandi unnu Europopkeppnina með stæl. Átti enginn séns í þessa töffara. Evrópubúar ekki alveg að fatta grínið frá Íslandi og Íslendingar kannski ekki nema til hálfs. Þessi Neó Kaufmanismi fer eitthvað misilla í fólk. Leikkonan sem í gervi blaðakona var "hent út" af blaðamannafundi hennar hátign, staðgenglar settir í gervi alteregósins og svo mætti lengi telja eru ekkert nema beinar skírskotanir í meistara aprílgabbana Andy Kaufman. Fyrir þá sem urðu voða vonsviknir og móðgaðir eftir uppákomuna í essóstöðinni mæli ég með að þið röltið út á næstu myndbandaleigu og leigið mynd sem heitir Man on the Moon svona rétt til að glöggva ykkur á hverju þið getið von á næst.
<>Afrakstur helgarinnar: 1 Matarboð, 1 Afmæli, 1 Lokahóf og 1 sigur besta utandeildarliðs norðan Himanlæja "Kærastan hans Ara".Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 23.5.2006 kl. 15:50 | Facebook
Athugasemdir
Ég man það nú ekki alveg. En var ekki Man on the Moon léleg?
Oddur (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 12:39
Yes, og það tókst að senda inn færslu... En hvað þýðir það? Tekst þá næsta athugasemd kannksi ekki (þ.e. þessi hérna)?
Oddur (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 12:41
JÚÚÚÚÚ. Það tókst.... - ARS LONGA VITA BREVIS (whatever that means).
Oddur (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 12:42
Er búinn að breyta stillingunni þannig að þú getur athugasemdað eins og þú vilt
HHH (IP-tala skráð) 25.5.2006 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.