19.3.2007 | 00:22
300 ofurhugar
Ég var að hjálpa mágkonu minni að flytja í gær og ég held ég hafi aldrei átt eins auðvelt með að rogast með sófa, þvottavélar og hillur á milli hæða. Ástæðan, jú á föstudaginn fór ég á myndina 300 sem gerð er eftir myndasögu Frank Miller. Ég held að öll egg heimsins og veðhlaupahestasterar hefðu ekki getað gefið manni meira testósterónbúst en þessi mynd. Hún löðrar svoleiðis í kynþokka og töffaraskap. Mér fannst ég vera bara staddur inn í miðri myndasögunni með rauðu bleksletturnar fljúgandi framhjá mér.Meir að segja röddin í Xerxes er eins og maður hafði ímyndað sé og Miller lýsir í sögunni "A voice smooth as warm oil on well born lether--and as deep as rolling thunder". Það hefði kannski mátt sleppa að gera persana að einhverjum LOTR orkum. Einnig var fullmikið af Gladiator vísunum eins og þetta Honor and respect dæmi og kornakrarnir á kveðjustundinni en annars svalari en andskotinn. Butlerinn er sniðinn í þetta hlutverk og allir bara þokkuð þéttir.
Eina sem böggaði mig á þessari mynd var gaurinn sem sat við hliðina á mér sem flissaði og hnussaði eins og smástelpa í annari hverri setningu, en ég hef þá kenningu að hann hafi farið inn í vitlausan sal hann hafi ætlað að fara á frönsku kvikmyndahátíðina og ekki skilið þessa andlegu fullnægingu myndasögunörda heimsins.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.