Bjargaðu klappstýrunni, bjargaðu heiminum

Þessi frasi úr sjónvarpsseríunni Heroes kemur upp í huga mér eftir að hafa farið á leikritið Leg eftir Hugleik Dagson síðast föstudagskvöld.  Leikritið er alveg frábært ég lá í kasti nánast allan tíman enda hef ég smekk fyrir húmor allt frá gallsúrum  Monty Python til hina svörtustu hugrenningum Mr Dagsonar. Halldóra Geirharðs fer gjörsamlega á kostum, eins og svo oft áður, sem hin fráskilda, miðaldra fyrrverandi forstjórafrú í tilvistarkreppu.  Það var samt greinilegt að hinir eldri í salnum sem vanir eru hefðbundna leikhúsforminu voru ekki alveg eins hrifnir. Leikritið er nefnilega brotið skemmtilega upp með alls konar myndrænu efni og er  hálfgerðum „flassback" söguformi með  hröðum „klippingum." Þessi framtíðarsýn með Glóbal heimsveldið í leikritinu minnir svolítið á hið íslenska heimsveldi Lovestar í samnefndri bók eftir Andra Snæ. Það eru nefnilega höfundar eins og Andri Snær og Hugleikur sem þjóðin ,og heimurinn ef því er að skipta, þarf til að slá okkur hressilega utan undir og segja hösturlega „rankið úr rotinu." Þó að við hlægjum núna  eða hneikslumst á groddalalegum bröndurum Hugleiks og efumst um framtíðarsýn Andra í Lovestar og Sögunni um bláa hnöttinn þá er það sorglega við það að þangað erum við nákvæmlega að stefna. Spurningin er þá þessi er það þetta sem allir vilja, að stefna blind í þessa átt?  Ef ekki þá mæli ég með lestri bókarinnar The last hours of ancient sunlight. Eins og kemur fram í henni þarf ekki að vera ofurhetja sem getur flogið og lesið hugsanir til að bjarga klappstýrunni. Það þarf bara að vera meðvitaður hvert heimurinn stefnir og breyta því hvernig maður hugsar sjálfur. „Viltu breyta heiminum? Skaltu byrja á því að breyta sjálfum þér. Viltu breyta sjálfum þér? Kafaðu þá alveg hljóður í haf þagnarinnar."(Sri Chinmoy)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ðeds itt. Ég er farinn á Leg.

Ossi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband