13.5.2007 | 20:14
Kosningar og ný hugmynd fyrir júgóvision
Ég nenni ekki að ausa úr skálum reiði minnar yfir heimsku þessarar þjóðar sem kýs aftur stjórnina yfir sig. Ég ætla bara að hrósa þeim sem sýndu viðleitni. Ég er greinilega ekki sá eini sem sér íbúðarlánið hækka umtalsvert um hver mánaðamót og vill ekki að Ísland breytist í alþjóðlega álverksmiðju. Enough said. Í sambandi við Eurovision fyrst var ég á því að hætta þessu bulli bara og nota peningana í annað. Síðan fékk þessa snildarhugmynd. Að gera Eurovision að samvinnuverkefni Listaháskólans og Listdansskóla Íslands. Þetta væri hluti af útskriftaverkefni sumra eða bara alveg sér valverkefni. Nemendur tónlistardeildarinnar myndu semja lagið, hönnunarnemendur myndu sjá um fatnað, aukahluti grafíska sýningu á skjáum og kynningarefni, leiklistarnemar myndu semja leikþátt í kringum lagið, myndlistarnemar myndu sjá um leikmyndina og nemendur Listdansskóla Íslands myndu að sjálfsögðu semja dansana og senda dansara. Að lokum myndi hópurinn koma sér saman um hver yrði valinn söngvarinn. Síðan er náttúrulega önnur hugmynd að fá nemendur úr öllum deildum og þeir myndu sjálfir koma sér saman um hver gerði hvað.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.