Últraviðbjóður og Gamli Strákur

<>Er búinn að vera á fullu að vinna og leita að næsta giggi en það afsakar ekki mánaða leti. Sorrý Krossfiskur  gott trikk samt. Helga þessum pistli mynd sem ég sá um daginn.  Ég og nokkrir vinir mínir skelltum og okkur í þynnkubíó klukkan fimm á einu myndina sem var í bíó og enginn var búinn að sjá. Hún ber nafnið Ultraviolet og er vísindaskáldsöguhasar.  Ég skal byrja á hinu jákvæða því allar myndir eða næstum allar hafa eitthvað jákvætt. Það voru einstaka mynduppstillingar og tökur sem glöddu augað.  Hún hafði ágætis hönnun alla vega nóg og sfi.  En hún var illa skrifuð, hræðilega leikstýrð og leikin, illa klippt, tæknibrellurna hasaratriðunum voru illa gerð og jafnvel slagsmála atriðin voru máttlaus þau væru koppí peystuð úr Matrix og Kill Bill. <>Hún var svo léleg að á hádramatískasta augnabliki orguðu við vinirnir úr hlátri. Hún verður að teljast án efa versta mynd sumarsins í bíó ef ekki ársins.  Ég mæli eindregið með henni á vondra mynda kvöldi fyrir þá sem stunda slíkt. Ég gat ekki farið að sofa þetta kvöld með þennan hroða fyrir augunum og leigði mér eina bestu mynd 2004 kóresku myndina Old Boy.  Hún var jafn góð og hin var léleg.  Ég gat sofið rótt kvikmyndalega nautraleseraður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel gert meistari að láta ekki Krossfisk góma þig með hestssveini í rúminu!

Krossfiskur (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband