Bara allur pakkinn

Ég veit hversu oft ég hef heyrt þessa setningu í sumar en hún á vissulega við um þessa bloggfærslu þar sem brúðkaupsbrölti mínu verður skellt saman í einn pakka. Vitaskuld byrjaði þetta tveimur vikum fyrir brauðkaup á píslagöngu brúðgumans sem nefnist steggjun. Þá fá vinir og fjölskyldumeðlimir leyfi til að gera einn sólahring að helvíti á jörðu í mikilli manndómsvígslu til þess að maður geti með góðri samvisku gengið upp að altarinu sem fullgildur steggur. Ég var nýkominn á ról þegar galvaskur hópur ruddist inn í svefnherbergi með vídeókameru að vopni ásamt veigum. Í morgunmat var í boði jellýstaup blandað með gini, vodka,lýsi, sinnepi og dass af salti. Næsti dagsskráliður kýs ég að kalla Pyntingarklefinn. Þetta mun vera þekkt minni úr manndómsvígslum í gegnum aldirnar í öllum heimsálfum að ein þrautin sé eitthvað sem valdi óbærilegum sársauka. Ég var sendur í bakvax en neei það var ekki nóg og mikill sársauki ég fékk eina rönd á innan verðu lærinu. Þetta hlýtur að vera eins konar æfingarbúðir nútímakvenna fyrir barnsburð, í alvöru þetta er bara rugl. Næstu þrautir hafði aðeins meira skemmtanagildi þó að þær væru ekki auðleystar.  Haldið var á Nesjavelli  í svokallaðan adrenalíngarð. Þar var ég látinn sveiflast öfugur í brjálaðri rólu sem var mjög gaman nema ég hélt alltaf svo fast í sleppikaðalinn að það þurfti þrisvar að hífa mig upp í topp sem fyrir mér voru um tuttugu metrar en hafa kannski verið um átta til níu í raun. Næst átti ég að klifra upp staur ,einmitt um níu metra raunhæð tuttugu metra sýndarhæð og var álíka beinn og nefið á Harrison Ford. Í reyndi mikið að komast upp á hann en fæturnir lamaðir af adrenalínóverdósi vildu ekki hlýða. Næst var maður dreginn upp aftur á bak í hálfgerðum Matrixfíling nema með tvist. Þegar ég segi tvist þá meina ég maður fór í heilan hring í loftinu og datt öfugur niður cirka þrjá til fjóra metra í frálsu falli. Þetta var mjög gaman þangað til línan kippti í sigbeltið og pungurinn varð eftir upp í níu metrunum enþá að drepast. Burtséð frá geldingunni var þetta skemmtilegasta tækið. Eftir það var feitur burger og sund í glæsilegu bikini. Svo var farið upp á geysi með mig í skrattabúningi, þar átti ég að dreyfa miðum um sýningu sem átti að fara hefjast. Upp að Strokki átti ég semsé að fremja galdur syngja og fleira til að magna upp gos í hvernum ásamt  því að drekka heilt glas að jellýógeði. Seyðurinn tókst svo vel til að á lokanótu Sprengisands uppi á háa céi gýs Strokkur við mikinn fögnuð ferðamanna. Eftir það var haldið í bústað með grilli og alles.
Brúðkaupsdagurinn leið svo fljótt að það var eins og einhver hefði ýtt á FF á fjarstýringunni X128. Brúðkaupið var í Grensáskirkju, myndatakan var úti við fjöruna á Laugarnestanga, veislan í Oddfellóhúsinu við tjörnina um tvö og svo borðað með foreldrum og systkinum á Holtinu um kvöldið þar sem við brúðhjónin eyddum nóttinni. Dagurinn leið álíka hratt og ég var að skrifa þessar línur. Eftir það fórum við til Tyrklands í brúðkaupsferð með litla prinsinn með. Það var alveg sjúklegur hiti. Þegar hitinn er kominn vel yfir 40 stig er þetta eins og að vera fastur í gufubaði með engar dyr. Sem betur fer var vel loftkæld íbúð. Tyrkir eru jafn miklir sölumenn í blóðinu eins og Íslendingar eru eyðsluklær. Þannig er þetta grundvöllur fyrir fullkomið samband. Myndi manni ekki bregða ef lyfjafræðingur í apóteki sem maður væri að versla, byði manni frí skæri ef maður keypti hitamæli sem væri ekki á dagskrá að kaupa. Eða ef maðurinn sem væri að afgreiða í Kjöthöllinni byði manni þrjá konfekt kassa á þúsund kall í stað eins á fjögur hundruð kall sem væri í innkaupakörfunni. Svona eru Tyrkirnir ef að þetta hefðu verið alvöru Tyrkir en ekki Alsýringar sem komu hingað á 17. öld hefði þeir boðið landanum heitt eplate, eða tyrkneskt kaffi og selt þeim teppi, leðurvörur og skart fyrir  fleiri þúsund ærgildi  og skreið.
Ení veis frábært land yndislegt fólk með gífurlega þjónustulund því miður voru plúsferðir  ekki með eina túrinn sem ég ætlaði að fara í en það er Halim Al túrinn hann verður kannski kominn næst.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband