Diet Coke læknana

Í ausandi rigningu og beljandi rokinu tók ég almenningsvagn niður í
bæ.  Er að styðja þessa dagana þvílíkt þessu sökkvandi
skipi.  Ef fyrra leiðarkerfi hefði fengið að halda sér og öllum
þessum miljónum í breytingar hefði verið eitt í að auka fjölda ferða á
klukkutíma hefði það skilað sér hugsa ég margfalt í kassann.Vonandi að
einhver taka við sem hlustar á raddir viðskiptavinarins því hann veit
oft betur heldur enn skrifstofublækur með stóru kortin  í
babelonsturnunum sínum.   Verst að þessir menn geta fokkað
upp mörgum miljónum í svona klúður og hlaupið svo bara í burtu í annað
eins starf og þurfa aldrei að svara fyrir geriðir sínar. Þetta á ekki
bara við um strætó heldur flest öll stórfyrirtæki. Eníveis ég fór á þar
til gerða læknastofu til að láta taka sauma úr mér.  Eftir það
hélt ég ferð minni áfram niður á Tryggingastofnun til að sækja um
afláttarkort fyrir mig og son minn.  Eftir eyrnabólgur og annað
kvef var hann fjótur að fylla upp í sinn kvóta.  Ég var hins vegar
með tvær stórar upphæðir önnur fyrir aðgerðina hina frá tannsa. 
Hann var fljótafgreiddur en þegar röðin kom að mér sagði gjaldkerinn
"þetta er bara fyrir lækniskostnað" ég í fávisku minni gat ekki setið á
mér og spurði hvort tannlæknar væru ekki læknar.  Það var
fljótsvarað "nei þeir eru TANNlæknar ekki læknar" með fyrirlytningu
eins og þeir væru hið óæðra kyn lækna, svörtu sauðirnir í
fjölskyldunnni, diet Coke læknana not læknir enough. Jæja þá verð bara
punga út meira í alvöru lækna til að fá afslátt.  En héðan í frá
mun ég alltaf kalla tannlækna afsakið tannviðgerðamenn, tannvirkja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hjá Strætó erum alltaf með eyrun opin og leitum að fólki sem kann að gefa okkur einhver ráð. Aðalvandamálið felst auðvitað í því að bensínverðið er ekki nógu hátt. Þá kannski myndu fleiri nota strætó.

Strætó (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband