Upprisan

Jíbbí próflok í HR. Latasti bloggari norðan alpafjalla snýr aftur eftir þriggja mánaða útlegð, í ágúst var ég latur engin afsökun í september og október hef ég án gríns varla litið upp úr námsbókunum. Já ég hef bara ekki þessa grimmd sem þarf til að lifa af í heimi hinna miskunnarlausu baráttu frílans teiknara er því farinn að læra að vera Hverfiznæðingur eða erfisbræðingur okei okei enn og aftur játa ég mig sigraðan fyrir ofuröflum íslenska auglýsingageirans þetta er ekki eins fyndið og afrískur könnuður.

 Hvað markvert hefur gerst síðan ég í júlí  , hmm skipt um borgarstjórn leiðindamál það, alla vega fyrir Sjálfstæðismenn. Kveikt á friðarsúlunni, já  einmitt ég stóð í smá stund eftir að ég sá þetta ljósmastur í fyrsta skipti og varð kveikjan að orðinu. Orðið hríslaðist niður bakið á mér.Orðið sem skaust leiftursnöggt í hug flestra „ungra“ karlmanna á mínu reiki ,þökk sé hinum telepatíksa heimi, og einnig fleiri sem höfðu bæst í aðdáendahópinn fyrir tveimur árum,  svo auðvitað þeirra sem skynjaði nostalgíu hugsanir okkar sem ómuðu í undirmeðvitund alheimsins. Þetta orð gat ekki stimplað sig betur inn í næturhimininn það var einfaldlega Batman. Af hverju öllum þeim fjölda sem fékk þessa hugmynd á nákvæmlega sömu stundu hefur enginn búið til Batmann merkið á kastarann? Kannski af því menn á mínu reiki nenni ekki lengur að gera prakkarastrik. Þeir eru of uppteknir af framabrautinni, bera of mikla virðingu fyrir Frú Lennon eða hafa einfaldlega þroskast.

Núna er allavega kominn grundvöllur fyrir því að glaumgosa milljarðamæringar geti farið að spranga um í Latex búningum með kítín brynjur og breytt hömmerunm sínum í skriðdreka. Það er komið hið fullkomna kalltæki Ríkislögreglustjóra. Þar sem flestir þessir milljarðamæringar eru rólegir fjölskyldufeður set ég allt mitt traust á töffarann Róbert Weismann. Hann gæti heitið X-Actavisman eða Pharmoman. Gunnar Birgis er svo langt kominn með að byggja upp leikvöll fyrir næsta menntskæling með ljósmyndadellu sem verður bitinn af erfðabreyttri könguló frá Kára Stef. Já Ísland getur orðið eitt gósenland ofurhetjanna. Ég hef reyndar verið að pæla í því hver hin eina sanna íslenska ofurhetja sé en ekki komist að neinni niðurstöðu ennþá. Í B-bloggsögunni(Óður minn til B-myndanna sem ég hef reiknast til að hafa fengið hugmyndina að  sama mánuð og Quentin Tarantino byrjaði að skrifa Death Proof, þökk sé hinum telepatíska heimi) minni eru það hetjur Íslendingasagnanna sem eru gerðar ódauðlegar ofurhetjur en þær eru samt of margar til að hægt sé að velja einu sönnu ofurhetju.

Næsta hitamál var barnabókin Tíu litlir negrastrákar, þetta er einhver nostalgía sem tilheyrir ekki minni kynslóð alla vega var mitt kvöldlesefni Andrés Önd og félagar. Hvort slík rit verða álitin full af fordómum eftir 50 ár í garð dýra skal ósagt látið, ætli tíminn verið ekki að leiða það í ljós. Ég man reyndar eftir einni bók sem snerti mig mjög djúpt í æsku og ég keypti um daginn í Góða Hirðinum. Hún heitir Hamingjusami prinsinn. Þetta er ekki franska bókin Litli Prinsinn heldur önnur saga sem fullorðnir geta líka tekið til sín og á sérstaklega við núna þegar allir eru að missa af síðasta Bensanum í búðinni.

Fyrir spennta lesendur (Krossfiskur +1-2) B-bloggsögunar mun ég birta næsta kafla í tveimur hlutum vegna gífurlegar lengdar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slakaðu á baby. Góð færsla.

Ég man samt eftir tíu litlum negrastrákum. En bókin var reyndar bara til heima í kistu heima hjá Ömmu íden og hafði kistan að geyma hluti barnæsku barna sinna, svo það er kannski rétt hjá þér að hún hafi verið fyrir okkar kynslóð.

Annars misstirðu af 2 fyrir 1 tækifærinu á mánudaginn. Þá fór ég í bíó á Beowulf í þrívídd. Fór bara með Erlu.

Oddur (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband