1.12.2007 | 00:15
Söguhornið
Gunni vaknar með nístandi hausverk og sviða í hnakkanum. Hann reistur við á hnéin af tveimur manneskjum. Hann með hendurnar bundnar fyrir aftan bak og hettu sem hann ber á hausnum er skyndilega kippt af honum. Á hægrihönd hans stendur Hermann með sveðjuna sína góðu reidda og á vinstri hönd er rotnandi lík móður hans skríkjandi. Ha,ha drífðu í þessu sonur sæll þú öðlast alla hans krafta þegar þú heggur af honum hausinn, svo verður líka nóg af éta fyrir mig næstu tuttugu árin hehe". Fyrir framan hann er djúp gröf sem búið er að grafa. Á vörubílspalli við hliðina er moldarhrúga og út útúr bílrúðanu liggur spotti niður í gröfina. Gunni kveikir strax, mamman ætlar að leggjast með hauslausu líki hans í gröfina og kippa í spottann og láta vörbílshlassið hellast yfir sig. Hendin er kominn upp, það glampar á vel fægða og brýnda sveðjuna. Skyndilega koma bílljós í fjarska og lýsa í áttina að gamla kirkjugarðinum sem þau eru stödd í. Komdu þessum lögguhálfvitum í burtu ég fel mig bak við bílinn." Leggstu niður matarforði" hún slær í hausinn á Gunna þannig að hann skellur niður í jörðina. Hermann hleypur að bílnum og byrjar að tala við lögreglumennina. Gunni reynir að hamast á reipinu. Liggðu kyrr maðkur" hvæsir sú gamla. Eftir um tíu mínútur fer lögreglubíllinn og Hermann byrjar að ganga aftur af stað að gröfinni. Gunni veit að hann hefur ekki mikinn tíma, hvað slembilukku er þetta hann finnur litla hrafntinnu í grasinu beitta sem hníf. Hann skynjar návist Heiðdísar og skilur að fundurinn var ekki af tilviljun. Athygli móðurinnar beinist að Hermanni sem er kominn upp að vörubílnum. Við skulum hinkra þar til bílinn er horfinn" segir Hermann. Bíllinn hverfur og andrúmsloftið magnast, Gunni glottir og gerir ódauðlegan frasa tveggja síðhærðra snillinga að sínum,game on. "Hey Fríða og Dýri ég er búinn að losa böndin ykkar." Við þetta taka þau kipp og hlaupa í áttina að Gunna, samtímis grípa þau í jakkann hans en hann hafði losað sig úr ermunum þegar þau fylgdust með bílnum fara. Með einum mjaðmahnykk og hringsparki fljúga þau bæði ofan í gröfina haldandi dauðataki í jakkann hans Gunna. Gunni hafði verið einn af fyrstu nemendum í Kung Fu skóla Drekans" í LA á sjöunda áratugnum og síðar í Jeet Kune Do. Í geðshræringu grípur Hermann í spottann á fluginu niður í gröfina og vörubílshlassið hellist yfir þau. Gunni tekur upp símann hringir í 118, Já geturðu gefið mér samband við lögr..nei annars gefðu mér sambandi við einhvern prest þarna á Ísafirði.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.