Myndasögumátturinn

Af öll stofnunum í veröldinni ætti maður síst von á að slík risaeðla sem Rómans-kaþólska kirkjan er myndi taka upp á því að nýta sér þennan áhrifaríka og vanmetna miðil sem myndasagan er.  Þessi lausleikiskrógi bókmenntana er eins og vanalega hent út í barnahornið meðan fullorðins bækurnar fá sér vindil og coniac. Það er þó til bóta að kirkjan átta sig á því að það eru ekki bara börn undir 10 ára sem lesa myndasögur. Alvarleg mál eins og þessi er hægt að miðla til barnanna að á mjög einfaldan og áhrifaríkan hátt með myndmálinu . Vonandi að í næstu seríu vari Erkiengillinn börnin við kynsoltnu prestunum sem hafa með allri bælingunni þróað með sér mjög brenglaða kynferðislega hegðun í garð barnanna sem þeir umgangast.


mbl.is Teiknimyndablöð fjalla um kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband