Mýrin, Börn og aðrir minna þroskaðir menn

Ég er núna búinn að sjá tvær nýjustu íslensku myndirnar Mýrin og Börn og verð að segja að þær eru báða með þeim betri sem gerðar hafa verið á Íslandi. Það ar ótrúlegt hvað íslenskir kvikmyndagerðarmönnum hefur vaxið ásmegin síðustu ár. Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda, hljóðið, heyrir nú sögunni til  og forgjöfin sem þær fengu oft í samanburði við erlendar mydir komin niður í núll ef ekki mínus.  Þessar tvær myndir eru ansi ólíkar að mörgu leyti  önnur er spennusaga unnin eftir bók en hin er sósíaldrama sem var mestu leyti unnin í spuna þær eiga þó margt sameigninlegt þegar grant er skoðað, Báðar eru þær samfélagasspeglar sem varpa ljósi á undirmálsfólk  og báðar hafa þær samskipti foreldra og barna að nokkurs konar þemu þó úrvinnslan sé ólík önnur er drifinn áfram af sterkum sakamálasöguþræði en hin af sterkum samskipta senum.  Þær eru báðar alveg fanta vel leiknar og hefði maður örugglega staðið upp og klappað ef þetta hefði verið leikrit. Hrottarnir úr myndunum eru mjög eftirminnilegir en Elliði í úr Mýrinni fyllti mann meiri viðbjóði en handrukkarinn úr Börnum þar sem hann var að reyna að bæta ráð sitt með grásbroslegum hætti.  Ingvar og Ólafar Darri fynnst mér standa upp úr í leik í myndunum Ólafur sem einfeldningur með geðrænu vandamálin og Ingvar sem Erlendur,þeir eru alveg stórkostlegir og ef það væri til heimsmeistaramót leikara væru þeir  fulltrúar Íslands þar.Sótsvartur húmar einkenndi þær báðar og rétt blanda af drama og húmor gerir myndirnar enn betri Mýrin gengur jafnvel svo langt að Sigurður Óli er gerður að „andrúms létti”.(comic relief).  Handritið að Mýrinni er auðvitað einfaldað að kvikmyndaforminu og öllum aukaflækjum sleppt eins og bróður Erlends en samt kemur það ekki að sök því persónan er dýpkuð á annan máta sem gengur upp á hvíta tjaldinu.  Handritið að Börnum var þróað í kringum persónurnar spannar vissa atburðarás sem tengir þær allar en er kannski ekki aðalatriðið heldur gullkornin sem þær láta út úr sér. Útlit myndanna var nokkuð flott og passaði vel myndunum. Svart hvíta útlit barna smellpassaði í melankólíska andrúmsloftið og sjöundáratugsfilmuáferðin passaði Mýrini vel þó hefði mátt draga aðeins úr noise áferðinni ,þ.e.a.s bikkandi kornunum, sem var á mörkunum að vera pirrandi. Kvikmyndatakan í mjög flott í báðum myndunum öll “staðfestingar ferðaskotin”  þar sem maður svífur yfir landið brjóta Mýrina skemmtilega upp og gefa viss hughrif.  Það eru öllu hefðbundnari taka í Börnum en er brotin líka upp með skemmtilegu sjónarhornum og mörg eins og maður sér oft í teiknimyndsögum þar sem einfaldar lausnir eins og handleggir notaðir til að ramma fólk inn. Öll eftirvinnslan ,talsetningin, klippingin og tónlistin var óaðfinnanleg í báðum myndunum þeir félagar Mugison og Pétur Ben eiga heiður skilið fyrir frábæra tónlist.
Bravó Ragnar Bragason og Vesturport, Bravó Baltasar megi framhaldsmyndirnar verða í sama gæðaflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband