Lægð

Er í andlegri blogglægð.  Er að vinna eins og vindurinn og orka
ekki að blogga í neitt að ráði, eins og svíarnir sem orkuðu ekki lengur
að spila gegn grjóthörðum íslenskum bergrisunum.  Kannski andinn
komi yfir mann fjótlega, allt púðrið er farið í fjórða kaflann sem
birtist fjótlega.

Söguhornið

son_25841.jpg
Í vegasjoppu einni út á landi glymur í hádegisfréttum rásar tvö.  „Klukkan er tuttugu mínútur gengin í eitt fréttir.  Fréttastofa útvarps Broddi Broddason les fréttir.  Maður lést þegar mannígt naut réðst á hann á er hann var við byggingarstörf á Dalvík.  Sjónarvottar komu að manninum látnum og mun nautið hafa flúið þegar einn þeirra hleypti úr tvíhleyptri  haglabyssu.  Maðurinn var mjög illa farinn og talið hafa blætt út af sárum sínum. Hann var pólskur að uppruna og lætur eftir sig eiginkonu.
Rannsóknardeild  lögreglunar hefur enn ekki orðið ágegnt í rannsókn sinni í “Grafarvogsmorðinu” svokallaða.  Liðið er hált annað ár er síðan morðið var framið og hafa engar vísbendingar enn leitt rannsóknarlögreglumenn á sporið. Jafnvel er talið að árásarmaðurinn er hafi flúið land.Stærsta  fjárfestingafélag landsins var stofnað í dag þegar Straumur-Burðarás, FL group, Bakkavör group og Baugur group sameinuðust í dag.  Tvisvar hefur verið reynt að sameinst áður en þá náðist ekki samkomulag milli fjárfesta.  Nýja fjárfesingafélagið heitir Gullveig group og... “ gífurlegur drunur yfirgnæfir útvarpsfréttamanninn þegar fjögur Harley Davidsson hjól renna í hlað.Á krómuðu afturbretti hjólanna er upphleyptur snákur og gyllltu frambrettinu lítil stytta í laginu eins og ljónshöfuð. Bifhjólin eru nákvæmlega eins nema bensíntankurinn sem er spreyjaður í sitthvorum litunum. Einn er hvítur,annar Svartur, þriðji bleikur og fjórði rauður. Knaparnir stíga af vélfákum sínum einn þeirra tekur fjórar sígarettur upp úr pakka ýtir niður höfðu ljónsins og út úr skoltinum skýst armlöng eldtunga.  Hann keikir í og réttir félögunum sínum eina rettu hver og saman fara þeir reykjandi inn. Sjoppu eigandinn sér bara reykjarmökk fram í sal og ætlar að fara og ausa yfir þetta reykingapakk sem sýnir reyklaususkiltunum enga virðingu.  Hann hættir snögglega við þegar hann sér fjóra jötna ,sitja við gluggann, sem gætu afhausað hann með einum selbita. „Jæja rymur í Herra Bleik þá er maður búinn að sleppa dýrinu lausu.” „Þú meinar dýrunum” skýtur Herra Rauður inn í. „Já þau eru orðin nokkur.” Hafiði heyrt fréttirnar ofurhetjurnar eru á leiðinni til landsins segir Herra Svartur. Nú hverjir af þeim Big E, ha Easy E  segir Herra Hvítur. Nei hann er í skriftarhóp Stóru bókar, leiðbeiningarbókina fyrir Neó Sapiens. Það er bara G unit sem eru á leiðinni. Gunni Há, Gressi Áss og Gissi Súr svarar Herra Svartur. Jeps skýtur Herra Bleikur inn í þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.  Hvað varð eiginlega um þá eftir þeir uppgötvuðu krafta sína spyr Herra Hvítur, þeir voru allir um tíma í riddarareglum í evrópu svo splittuðu þeir til að gera langa sögu stutta endaði Gunni sem framleiðandi í Hollywood, Gissi í Japan sem viðskiptajöfur og Gressi sem enhver verndari þorps fyrst á Indlandi og svo í Súdan.  Ástandi verður brjálað innan tíðar ekki veitir af hvítum riddurm, skyttunum þremur.  Já það verður það alltaf þegar sá Stóri rístarar apparatinu.  
Á sama tíma í húsi við Austurvöll er dökkhærður maður að tala í síma.
- No Mr. Bratt it´s impossible even though you are very powerful man we are a peacefull nation, -
-Hey do you want the damn planes to stay or not.
-But it´s insane to assinate Kofi Sannan on his trip here,
 -He´s giving us a hard time and listen I don´t think your in any possison to negotiate son.”


son_25841.jpg

Vikan summuð upp

Sá X men á föstudaginn og var nokkuð sáttur.  Ef maður lætur sígilda frasa eins og "He wants war, we give him a war" og "I'ts not what I want daddy it's what you want" fara í taugarnar á sér er þetta þrusumynd.  Alla vega mun skárri lokakafli í þrenningarsyrpu heldur en afhroðið Matrix Revolutions. Vona bara að hliðarsporið um Wolferine verði í sama gæðaflokki og X men syrpan.  Það er alla vega nóg af efni að taka.  Bæði  Weapon X árin fyrir kandísku leyniþjónustuna og samuraiaþjálfunin í Japan.  Hér kemur svo þriðji kaflinn í Póstmóderníska ofurhetjuhryllingsreyfaranum mínum. 

Afrakstur vikunar: 1 Matarboð, 1 Langur reiðtúr, 1 Fermingarveisla, 1 sigur Kærustunar hans Ara í utandeildinni.


Kredetlisti

Það fór aldrei svo að Yoda og Ken enduðu saman í einni sæng. 
Bjóst reyndar alveg við því. Eftir situr Pabbi Indíana Jónas eftir með
sárt ennið og Trójuprinsinn Paris og Miss Monneypenny alltaf út í
kuldanum.  Bara eftir að leggja hraðbrautina í gegnum
stofuna.  Ég verð samt að gefa Leikstjóranum Dóra og
aðstoðaleikstjóranum Geira kredit fyrir ágætis kvikmyndasýningu,bíð
spenntur eftir næsta plotti og endinum.Ætti bara ráða þá sem höfunda
næstu Lost seríu, "æ .þetta var bara draumur" er orðið ansi þreytt grín
þegar búið er að skrifa sig út í horn.  And cut thats a rap
folks.

Knottsningarspyrna

Í dag verður flautað til leiks í stærsta kosningarslag í
Íslandssögunnar eins og Andri Snær orðaði það.  Leikmenn hafa
rusltalað hvern annan allan mánuðinn og eru orðnir eldheitir og
tilbúnir í slaginn.  Skemmtileg loforð sigurvegara hafa glatt mig
eins og vatnsrennibrautagarður,sem er mikil þörf á þegar gamalt og
sjúklingar er látið lifa í eldspýtustokkum og að gefa öllum
Reykvíkingum x summu fyrir sölu Landsvirkunar, eins og það myndi
einhvern tímann gerast, að þeim peningar yrði ekki varið í
framkvæmdir.  Ungi fyrirliði rauða liðsins hefur farið mikinn og
hefur mátt þola endalaus háðsglott frá gömlu kempunni í bláa liðinu sem
lítur út fyrir að vera maður sem veit.  Já kosningar má líkja við
hvað sem er líka knattspyrnu.  En það er einmitt hugsunarháttur
sem margir hafa.  Halda með sama liðunu til dauðadags sama hversu
illa gengur og þeir eru ömurlegir.  En tryggð við sitt lið er ekki
sama skapa sér framtíð.  Ég var ekki vissum hvað lið ætti að halda
með fyrir keppnina, ætlaði að halda með þeim bláu enda gallharður
Frammari þangað til ég fór að kynna mér leiktaktíkina þeirra.  Og
viti menn þeir ætla að troða mislægum gatnamótum upp í görnina á
mér.  Ég vel þann rauða í staðinn jafnvel þó ég myndi aldrei halda
með val. 

Til hamingju halelúja

Já litlu sætu kórdrengirnir frá Finnlandi unnu Europopkeppnina með stæl.  Átti enginn séns í þessa töffara.  Evrópubúar ekki alveg að fatta grínið frá Íslandi og Íslendingar kannski ekki nema til hálfs.  Þessi Neó Kaufmanismi fer eitthvað misilla í fólk. Leikkonan sem í gervi blaðakona var "hent út" af blaðamannafundi hennar hátign, staðgenglar settir í gervi alteregósins og svo mætti lengi telja eru ekkert nema beinar skírskotanir í meistara aprílgabbana Andy Kaufman. Fyrir þá sem urðu voða vonsviknir og móðgaðir eftir uppákomuna í essóstöðinni mæli ég með að þið röltið út á næstu myndbandaleigu og leigið mynd sem heitir Man on the Moon svona rétt til að glöggva ykkur á hverju þið getið von á næst.

<>Afrakstur helgarinnar: 1 Matarboð, 1 Afmæli, 1 Lokahóf og 1 sigur besta utandeildarliðs norðan Himanlæja "Kærastan hans Ara".

Helgin summuð upp

Þar sem ég er ekki duglegasti bloggarinn í bænum ætla ég að gera smá
samantekt af síðustu dögum.  Fimmtudaginn var vinnufundur og svo
æfingu með besta utandeildarliði norðan himalæjafjalla annað eins
stórskotalið hefur ekki sést síðan Charles Wreford Brown sparkaði í
tuðru eina og sagði "ég skýri þessa íþrótt knattspyrnu". Föstudagurinn
fór ég á hestbak með unnustunni og á laugardag var frænka mín og
maðurinn hennar með samanlagt 75 ára afmæli og svo fór ég í barnaafmæli
á sunnudaginn. Þegar maður á stóra fjölskyldu eru endalaus afmæli og
endalaus matarboð, ég kvarta ekki, enda heimsmeistari í
matarboðum.  Í dag og í gær hef ég ekki gert mikið annað en að
vinna.

Söguhornið

patre.jpg
Í litlum dal norður í Eyjafirði er þoka að sliðast niður brattar hlíðarnar.  Hún heldur áfram og sveipar lítið þorp sem stendur við fjörðin dulu sinni.  Fólk er að koma heim úr vinnu sinni annað hvort gangandi eða akandi.  Stöku kveðjur heyrast þar sem fólk lokar dyrunum á heimilum sínum. í útjaðri bæjarins er gríðarstór grunnur að einbýlishúsi. Búið er að grafa fyrir honum, en verið er að slá upp mótum fyrir væntanlegar steypuframkvæmdir.  Upp í upphitaða jeppabifreið stígur þybbinn maður.  Hann skrúfar niður rúðuna og kallar til manns sem situr á trébúkka hinu megin við djúpa holuna.  “you just finish this then go home okey”.  Maðurinn  tekur innihald plastmáls í einum teig og byrjar að naglhreynsa búnkann sem eftir er.  Hann bölvar á móðirmáli sínu kuldanum sem virkar þrefalt kaldari í þessu raka lofti.  “AH kurva” heyrist aftur þegar hann höfuð hamarsins hrekkur af skaftinu.  Hann tekur naglbít upp úr áhaldabelti sínu.  Þegar hann á tíu spýtur eftir tekur hann eftir því að þokan hefur þést all hressilega.  Hann hefur samt ekki áhyggjur því hann sér ennþá glitta í ljós frá ljósastór í næstu götu.  Þegar hann hefur kastað mæðunni byrjar hann aftur en skyndilega heyrir hann ljágt baul.  Það er ekkert óeðlilegt hugsar hann það eru bóndabæir skammt frá. Eftir þrjár spýtur heyrist baulið ennþá hærra og einhver undarleg lykt.  Hann lítur í kringum sig sér ekkert. Eftir tvær spýtur heyrir hann baulið enn hærra og finnur lyktina enn sterkar, hann reynir að koma fyrir sig hvar hann hefur fundið þessa lykt áður.  Eftir eina spýtu finnur hann jörðina nötra undan fótum sér.  Ætli það sé einhver nautahjörð sem hefur sloppið út úr girðingu hugsar hann með sér.  Núna mundi hann hvar hann fann þessa lykt.  Hann fann hana þegar vinnuveitandinn hans hafði boðið honum í heimsókn í virkununa með öllum gufustrókunum, Krafka eða eitthvað svoleiðis.  Hann ætlar að halda áfram en verður brugðið þegar baulið glymur í eyrum hans. Hann gripur fyrir eyrun og í þann mund sem hann ætlar að snúa sér við finnur hann eitthvað stingast í síðu sína.  Honum er fleygt hátt í loft ringlaður eftir skellinn grípur hann um maga sinn og reynir að hemja blóðflæðið.  Út úr þokunnu sér hann eitthvað nálgast hægt.  Hann gleymir öllum sársauka í skelfinngu sinni þegar hann sér rándýrið sem leikur sér að honum.
Ófreskjan líkist nauti með brotin horn, sinarnar og vöðvarnir lágu berar utan á því og skinnið drógst lafandi  á eftir skepnunni.  Útúr nösnunum gaus gulur reykur með megnum brennisteinsfnyk og í blóðhlaupnum augunum sem fylgdu hverri hreyfingum bráðinnar eftir mátti aðeins greina eitt, hungur í mannakjöt.  Maðurinn í geðshræringu sinni gat ekki staðið upp og bakkaði skríðandi. Það eina sem hann gat stunið upp áður en hann féll  í yfirlið af sársauka var “In nomini patri…”



patre.jpg

Gengið um gólf í losti

Hef ekki geta skrifað eða unnið neitt að ráði núna síðan á föstudag en
gengið mikið um gólf.  Fór í mat til foreldra minna þá en kvöldið
endaði með því að litli strákurinn minn var kominn með hita og er
búinn að vera með á bilinu 39 til 40 stiga hita síðan.  Einhver
hitavírus í gangi sem vildi svo einkennilega til að barnið hennar
Claire í Lost var með sama vírus, kannski ekki nákvámlega en einkennin
nánast eins, spúkí.  

Söguhornið

modir_15280.jpg
Það húmar að kveldi á votum vertrardegi. Einmana hrafn sveimar yfir
Gullinbrúnna hann heldur fluginu áfram í leit að ætum bita. Í
fjarskanum sér hann eitthvað glitrandi. Hann lækkar flugið og sest á
húsþak. Það sem hefur vakið augu hans er silfurgrá Jeppabifreið og
annað glitrandi undarlegt áhald. Við eitt hjólið liggur ljóshærð kona í
blárri dragt. Niður vangann sameinast þrjár ár og verða að einu
beljandi stórfljóti, ísköld rigningin volg tárin og heitt blóðið. Í
hálsakotinu liggur lítil stúlka hún þorir ekki að hreyfa sig hún horfir
enn á skuggaveruna ,sem rís eins og skýjakljúfur yfir þeim, og grætur
hann starir á þau stingandi augum. Það er eitthvað mjög ómanneskjulegt
við þau eins og að horfa inn í hyldýpi. Í fjarska heyrir hann sírenuvæl
sem harmonerar við væl stúlkunnar. Fokk hugsar hann með sér einhver af
þessum ríku úthverfahillbilla beljum hefur hringt á lögguna. Hann veit
að hann verður að láta láta sig herfa einhvert langt í burtu þau bæði.
Hann stingur sveðjunni inna á sig sveipar að sér frakkanum og hleypur
út í myrkrið. Brátt er rauð gatan stúkuð með gulum böndum og gatan
fyllist af bílum með bláum ljósum. Forvitinn múgurinn þéttist og
þéttist og verður hágværari. Fulltrúar hins valda sannleika og hins
sanna sannleika voru kominir á stjá. Ljósmyndaflössinn flóðlýsa
vettvanginn. það setur hljóðan þegar drunur í fjórum Harley Davidsson
mótorfákum fylla steypudalinn. þeir halda sig í hæfilegri fjarlægð því
ef það eru einhverjir grunnsamlegir þá eru það fjórir leðurklæddir
menn, þrír með skegg og sítt hár og einn sköllóttur allir með letrað
Mareshon í gotnesku letri aftan á bakinu. Þeir líta á hvorn annan kinka
kolli og þeytast svo í burtu. Einn rannsóknarlögreglumaðurinn fylgir
einnhverjum eðlishvötum hvíslar í eyra kollega síns hleypur inn í bíl
og ekur af stað á eftir þeim. Rökrið breytist í myrkur og hrafninn
hefur sig til flugs á ný eftir að hafa séð nóg hann flýgur yfir sundið
fram hjá blokkaríbúð þar sem gömul kona lítur út um gluggann og horfir
á regnið sem lemur rúðuna. Konan segir við sjálfan sig " þær ættu að
vera löngu komnar ég fer að fara að hafa áhyggjur af þeim" Krummi sest
á svalarhandriðið og krúnkar, engu líkara en hann sé að boða henni
sorgarfréttirnar. Kalt vatn rennur henni milli skins og hörunds því hún
skynjar hvað sé á seyði. Í því andrá hringir síminn, í útvarpinu
heyrist þulurinn segja "þetta er Guðni Már Henningsson sem kveður ég
set hérna síðasta lag fyrir fréttir eitt gamalt og gott með Bubba"
gítarómur fyllir stofuna og dimm rödd kóngsins kveður "móðir hvar er
barnið þitt svona seint um kvöld".

modir_15280.jpg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband