Latasti bloggari ársins

<>Jæja þá er maður kominn úr ágætu bloggfríi og er óumdeilanlega
latasti bloggari ársins þ.e.a.s síðasta árs.Satt að segja er áðstæðan
fyrir þessum löngu pásum mínum sú að ég hef ekki þörf til að skrifa á
hverjum einasta degi hvað ég gerði þann daginn. Heldur geri ég þetta
aðalega fyrir sjálfan mig að skrifa þegar mér liggur eitthvað á hjarta,
vill koma hugmyndum og hugsunum í skriflegt form eða til að bæta við
B-bloggsögu splatterinn minn sem ég fer fljótlega að vinna að aftur.
Enda lít ég á bloggsíðuna mína fyrst á fremst sem skissubók fyrir skrif
en ekki dagbók eins og flestir gera. En til að gefa innlit inn í mitt
daglega líf þá er maður eins og allir aðrir að trappa sig niður eftir
stjórnlaust át um jólin og horfa á teletubbies á daginn með syni mínum
sem er veikur 90% af vikunum sem ég er á kvöldvakt. 

Mýrin, Börn og aðrir minna þroskaðir menn

Ég er núna búinn að sjá tvær nýjustu íslensku myndirnar Mýrin og Börn og verð að segja að þær eru báða með þeim betri sem gerðar hafa verið á Íslandi. Það ar ótrúlegt hvað íslenskir kvikmyndagerðarmönnum hefur vaxið ásmegin síðustu ár. Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda, hljóðið, heyrir nú sögunni til  og forgjöfin sem þær fengu oft í samanburði við erlendar mydir komin niður í núll ef ekki mínus.  Þessar tvær myndir eru ansi ólíkar að mörgu leyti  önnur er spennusaga unnin eftir bók en hin er sósíaldrama sem var mestu leyti unnin í spuna þær eiga þó margt sameigninlegt þegar grant er skoðað, Báðar eru þær samfélagasspeglar sem varpa ljósi á undirmálsfólk  og báðar hafa þær samskipti foreldra og barna að nokkurs konar þemu þó úrvinnslan sé ólík önnur er drifinn áfram af sterkum sakamálasöguþræði en hin af sterkum samskipta senum.  Þær eru báðar alveg fanta vel leiknar og hefði maður örugglega staðið upp og klappað ef þetta hefði verið leikrit. Hrottarnir úr myndunum eru mjög eftirminnilegir en Elliði í úr Mýrinni fyllti mann meiri viðbjóði en handrukkarinn úr Börnum þar sem hann var að reyna að bæta ráð sitt með grásbroslegum hætti.  Ingvar og Ólafar Darri fynnst mér standa upp úr í leik í myndunum Ólafur sem einfeldningur með geðrænu vandamálin og Ingvar sem Erlendur,þeir eru alveg stórkostlegir og ef það væri til heimsmeistaramót leikara væru þeir  fulltrúar Íslands þar.Sótsvartur húmar einkenndi þær báðar og rétt blanda af drama og húmor gerir myndirnar enn betri Mýrin gengur jafnvel svo langt að Sigurður Óli er gerður að „andrúms létti”.(comic relief).  Handritið að Mýrinni er auðvitað einfaldað að kvikmyndaforminu og öllum aukaflækjum sleppt eins og bróður Erlends en samt kemur það ekki að sök því persónan er dýpkuð á annan máta sem gengur upp á hvíta tjaldinu.  Handritið að Börnum var þróað í kringum persónurnar spannar vissa atburðarás sem tengir þær allar en er kannski ekki aðalatriðið heldur gullkornin sem þær láta út úr sér. Útlit myndanna var nokkuð flott og passaði vel myndunum. Svart hvíta útlit barna smellpassaði í melankólíska andrúmsloftið og sjöundáratugsfilmuáferðin passaði Mýrini vel þó hefði mátt draga aðeins úr noise áferðinni ,þ.e.a.s bikkandi kornunum, sem var á mörkunum að vera pirrandi. Kvikmyndatakan í mjög flott í báðum myndunum öll “staðfestingar ferðaskotin”  þar sem maður svífur yfir landið brjóta Mýrina skemmtilega upp og gefa viss hughrif.  Það eru öllu hefðbundnari taka í Börnum en er brotin líka upp með skemmtilegu sjónarhornum og mörg eins og maður sér oft í teiknimyndsögum þar sem einfaldar lausnir eins og handleggir notaðir til að ramma fólk inn. Öll eftirvinnslan ,talsetningin, klippingin og tónlistin var óaðfinnanleg í báðum myndunum þeir félagar Mugison og Pétur Ben eiga heiður skilið fyrir frábæra tónlist.
Bravó Ragnar Bragason og Vesturport, Bravó Baltasar megi framhaldsmyndirnar verða í sama gæðaflokki.


Söguhornið

cyan_71919.jpg
Fyrir utan bílaleigu í bænum standa þrír breyttir jeppar á 44 tommu dekkjum.  Þremenningarnir ráðum sínum áður en þeir leggja af stað hver í sinn leiðangur.
„Við vitum alveg hvað við eigum að gera verum vakandi og hlustum á fréttirnar þær veita okkur alveg ótrúlegar upplýsingar og verum í sambandi við Heiðdísi” segir Gissi. „Okey sá fyrsti sem klárar verkefnið sitt verður að vera til reiðu að bakka upp” segir Gunni.  Ég verð nú fjótur að afgreiða eitt tuddagrey, þannig að ég verð örugglega fyrstur ha, en gangi ykkur vel grjónapungar ég sé ykkur fljótt”  segir Gressi og hlammar sér inn í jeppann með glott á vör og brunar af stað.  Á leiðinni stilla þeir allir á sömu stöðina í útvarpinu þegar klukkan gellur tíu..  Fréttir frá fréttastofu Útvarpsins Óðinn Jónsson, umfangsmikil  leit er hafinn að mælingaramanni sem talið er að hafi horfið þar sem hann var við vinnu sunnan við þjóðveg 82 leiðinni milli Dalvíkur og Hofsós.  Samband hans við neyðarlínuna rofniði þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í þrjú og hefur ekkert spurst til hans síðan.  Leit stendur enn yfir að hinni heimsfrægu leikkonu Julie Steles sem hvarf á dularfullan hátt ásamt íslenskri vinkonu sinni á ferðalagi um Vestfirði.  Síðast sást til þeirra í Hólmavík þar sem þær tóku bensín, Mikið af erlendum blaðamönnum er hingað kominn til að grenslast fyrir um þetta mál auk þess að fylgja eftir komu Kofi Sannan kemur í opinbera heimsókn á morgun og mun dvelja hér í þrá daga.  Hann mun heimsækja aðsetur bæði UNIFEM og UNICEF á Íslandi ásamt því að fara í snósleðaferð upp á Vatnajökul.  Á laugardag mun hann snæða hátíðarkvöldverð í forsetabústaðnum á Bessastöðum ásamt forsetahjónunum og ríkistjórninni. Þegar þessar grunnupplýsingar lágu fyrir slökktu þeir allir nema Gunni sem stillti á FM. Þá var bara að fara á póstana sína og bíða eftir frekari upplýsingum eða reyna afla þeirra.  Um 4-6 tímum síðar voru .þeir allir komnir á sína staði Gressi á bændagistungu á Hófsósi, Gunni á Edduhótel á Ísafirði og Gissi í kofa við Veiðivötn.
     Í hellisskúta við Heklurætur er gamall maður að festa bréf á fót Fálka. Skammt frá situr gömul kona að fægja nýjan 222. kalibera Remington riffil við matarborð þar sem 13 synir hennar og tvær dætur sita og slafra í sig vellingi með slátri og soðinni rjúpu.  Fálkinn bíður spakur þar til húsbóndinn hefur lokið við að festa bréfið á fót sinn og þýtur svo út eins og raketta í áttina að bænum.  Hann svífur hátt yfir virkjanastigann og stoppar ekki fyrr en hann lendir á þaki á hvítu kubbslegu húsi ekki langt frá miðbænum.  Þar biður nýliðinn vatnsgreiddur í dúnúlpu í svörtum lakkskóm og tekur bréfið af fálkanum.  Fuglinn skynjar ótta þessa viðvanings og gefur honum nokkrar rispur í andlitið áður en hann nær miðanum.  Þegar hann kemur niður í leyniherbergið fer hann rakleiðis til foringjans. „Láttu mig sjá þetta strákur,  haHa var Fannar að knúsa þig í framan,” les miðann „sko ég vissi það nefna bara nóg og háa upphæð, verkefni mótekið og samþykkt, nefnið stað og stund”.  Hann hripar niður á blað allar mögulegar upplýsingar, „Hérna farðu með þetta og sendu til baka” nýliðinn heldur af stað aftur upp á þak með kvíðahnút í maga. Foringinn sest í Chesterfieldinn „ jæja Kjarri nú verður skálað sæktu fyrir mig eina XO Camus flösku í vínherbergið það dugar ekkert minna á svona tilefni”.
Út úr flugstöð Leifs Eiríkssonar er þeldökkur maður að ganga út ásamt fríðu föruneyti jötna sem tvístra fjölmiðlaelgnum eins og rauðahafinu. Spurningum rigna yfir manninn og byrjar að hljóma eins og fuglabjarg, á brjóstvasanum ber hann stoltur merki sem á er letrað UNICEF í skær hafbláum lit.


cyan_71919.jpg

Diet Coke læknana

Í ausandi rigningu og beljandi rokinu tók ég almenningsvagn niður í
bæ.  Er að styðja þessa dagana þvílíkt þessu sökkvandi
skipi.  Ef fyrra leiðarkerfi hefði fengið að halda sér og öllum
þessum miljónum í breytingar hefði verið eitt í að auka fjölda ferða á
klukkutíma hefði það skilað sér hugsa ég margfalt í kassann.Vonandi að
einhver taka við sem hlustar á raddir viðskiptavinarins því hann veit
oft betur heldur enn skrifstofublækur með stóru kortin  í
babelonsturnunum sínum.   Verst að þessir menn geta fokkað
upp mörgum miljónum í svona klúður og hlaupið svo bara í burtu í annað
eins starf og þurfa aldrei að svara fyrir geriðir sínar. Þetta á ekki
bara við um strætó heldur flest öll stórfyrirtæki. Eníveis ég fór á þar
til gerða læknastofu til að láta taka sauma úr mér.  Eftir það
hélt ég ferð minni áfram niður á Tryggingastofnun til að sækja um
afláttarkort fyrir mig og son minn.  Eftir eyrnabólgur og annað
kvef var hann fjótur að fylla upp í sinn kvóta.  Ég var hins vegar
með tvær stórar upphæðir önnur fyrir aðgerðina hina frá tannsa. 
Hann var fljótafgreiddur en þegar röðin kom að mér sagði gjaldkerinn
"þetta er bara fyrir lækniskostnað" ég í fávisku minni gat ekki setið á
mér og spurði hvort tannlæknar væru ekki læknar.  Það var
fljótsvarað "nei þeir eru TANNlæknar ekki læknar" með fyrirlytningu
eins og þeir væru hið óæðra kyn lækna, svörtu sauðirnir í
fjölskyldunnni, diet Coke læknana not læknir enough. Jæja þá verð bara
punga út meira í alvöru lækna til að fá afslátt.  En héðan í frá
mun ég alltaf kalla tannlækna afsakið tannviðgerðamenn, tannvirkja.

Söguhornið

tar.jpg
Með hægum öruggum hreyfingum tekur hávaxinn, grannur karlmaður upp gult tæki sem á er letrað Trimble.  Hann gengur upp að tré  þrífæti  með flötum diski föstum á toppnum.  Hann tengir diskinn við tækið og startar því.  Þrífóturinn með dsikinum og hangandi snúrum lítur út eins og smækkuð mynd af geimvélmennunum úr Innrásinni frá Mars sem hann hafði lesið í teiknimyndabálkinum Sígildum Sögum þegar hann var yngri.  Þessi klassíska saga hafði hann lesið nýlega að væri verið að kvikmynda undir nafninu War of the Worlds.  Hann blæs á kaldar hendur sínar, nýr þeim saman og klárar að skrifa niður síðustu tölurnar sem birtist á skjánum á tækinu.  Hann gengur inn í LandCruserinn sem var spölkorn frá og kveikir á miðstöðinni.  Hann tekur upp bílasímann og hringir í yfirmann sinn.  „Blessaður  þetta er komið af stað, hvar eruð þið, Hofsósi okey, nei það tekur því ekki að fara til baka ég bara legg mig hérna já bæ.  Nú tekur við fjögura tíma bið upp á fjallgarði suðar af þjóðvegi 82. Bið eftir að tækið hefur aflað nóg af gervihnattarupplýsingum fyrir nokkuð nákvæmt GPS hnit á hæðapunktinum. Hann hallar sætinu aftur og klæðir sig úr Goritexjakkanum og leggur hann yfir sig.  Tunglið veður í skýjum  norðurljósin dilla sér í takt við seiðandi raftóna Mobys sem hljóma frá bílnum. Eftir tveggja tíma dúr rumskar hann við eitthvað undarlegt hljóð, hann fær svefnhroll og lítur í kring um sig og sér nánast ekkert fyrir þoku. Hann hækkar aðeins í miðstöðinni og sofnar aftur.  Eftir einn tíma vaknar hann aftur og við eins konar drunur og sama furðulega hljóðið.  Hann fer út að míga og finnur undarlega mikla hveralykt. Eitt augnablik er eins og jörðin skjálfi undir fótum hans, „frábært” hugsar hann „jarðskjálfti núna þetta gerir hnitin alveg rosalega nákvæm, landmælingar á þessu landi eru sko ekkert grín”.  Hann fer aftur inn í bílinn og ætlar að reyna að leggja sig aftur en hefur ekki fyrr lokað augunum en gulri móða er blásið á bílrúðuna.Hann biltir sér því eftir svona stutta lúra á hann erfitt með að festa svefn.  Í rúðunni speglast blauðhlaupin augu.  Hann hugsar með sér að þetta þýði ekki og ákveður á fara bara í Fifa 2004 leik í GameBoy tölvunnu sinni.
Hann opnar augun drepur á bílnum svo hann verði ekki alveg olíulaus, lítur svo til hliðar og við honum blasir ógnarstórt naut fnæsandi eins og físbelgur.Eitt augnablik heldur hann að honum sé að dreyma einn að þeim draumum sem eru svo raunvörulegir að maður heldur að  þeir séu að gerast allt að þar til brotið hornið á ófreskjunni kemur í gegnum rúðuna og stingst inn í öxlina á honum.  Hann er næstum dreginn út um gluggann en nær að spyrna á móti og losa hornið úr. Í geðshræringu hann startar bílnum en bílinn hikstar því hann hefur ómeðviðtað pumpað á fullu bensíngjöfina og hleypt of miklu bensíni inn á hann, „fokk drullastu í gang druslan þín” boli heggur hausninum aftur inn en hann nær að leggast til hliðar glerbrotin rigna yfir hann.  Lokst hrekkur bíllinn í gang, hann stendur hann flatann í bakk og hausinn á bola hrekkur út.  Hann kemst upp á moldarveg, adrenalínið flæðir svo hratt í gegnum líkama hans hann finnur ekki fyrir stingandi sársaukanum þegar hann snýr stýrinu og heldur á fram veginn.  Hann sér allt í einu óljóst eins og stóran stein birtast úr þokunni á veginum.  Þetta er ekki steinn heldur boli sem kemur hlaupandi og móti bílnum og stangar húddið af öllu afli.  Hann skellur með  hausinn í framrúðuna og vankast.  Upp úr húddinu leggur mikinn reyk.  En boli er allt í einu horfinn.  Hann reynir að starta bílnum en hann er alveg dauður. Hann tekur upp gemsann sinn en það er ekkert samband.  Þá man hann eftir fyrirtækja NMT símanum í töskunnu sinni í skotinu.  Hann stígur varlega út úr bílnum með vasaljós sem hann fann í hanskahólfinu og staulast valtur á fæti aftur fyrir bílinn opnar skottið og gramsar í töskunnu sinni hann finnur loksins símann og stimplar inn 112 og hringir.  Hann geymir vasaljósið í handakriga sínum það lýsir upp andlit hans í sömu andrá og viðkunaleg rödd kemur í símann og segir „112” snýr hann sér við og sér bola standa þrjá metra frá sér niður kinnarnar streyma tár.


tar.jpg

Últraviðbjóður og Gamli Strákur

<>Er búinn að vera á fullu að vinna og leita að næsta giggi en það afsakar ekki mánaða leti. Sorrý Krossfiskur  gott trikk samt. Helga þessum pistli mynd sem ég sá um daginn.  Ég og nokkrir vinir mínir skelltum og okkur í þynnkubíó klukkan fimm á einu myndina sem var í bíó og enginn var búinn að sjá. Hún ber nafnið Ultraviolet og er vísindaskáldsöguhasar.  Ég skal byrja á hinu jákvæða því allar myndir eða næstum allar hafa eitthvað jákvætt. Það voru einstaka mynduppstillingar og tökur sem glöddu augað.  Hún hafði ágætis hönnun alla vega nóg og sfi.  En hún var illa skrifuð, hræðilega leikstýrð og leikin, illa klippt, tæknibrellurna hasaratriðunum voru illa gerð og jafnvel slagsmála atriðin voru máttlaus þau væru koppí peystuð úr Matrix og Kill Bill. <>Hún var svo léleg að á hádramatískasta augnabliki orguðu við vinirnir úr hlátri. Hún verður að teljast án efa versta mynd sumarsins í bíó ef ekki ársins.  Ég mæli eindregið með henni á vondra mynda kvöldi fyrir þá sem stunda slíkt. Ég gat ekki farið að sofa þetta kvöld með þennan hroða fyrir augunum og leigði mér eina bestu mynd 2004 kóresku myndina Old Boy.  Hún var jafn góð og hin var léleg.  Ég gat sofið rótt kvikmyndalega nautraleseraður.


Söguhornið

sviti.jpg
Heiðdís byrjar að kyrja lágt með lokuð augun.  Hún leggur niður röð af tarotspilum.
„Ég sé Þorgilsbola á mikilli þoku nálægt Hofsósi það er ekki langt þar til hann nælir sér í næsta munnbita”.Hann er kominn yfir heiðina”, rymur í Gressa. Hún leggur aðra röð.
„Ég sé mikið blóð kring um erlenda erindrekann nálægt Jökulheimum við rætur Vatnajökuls á næstunni.“ Hún leggur þriðju röðina, „hmm ég sé ekki hvar morðingi Gunnu minnar felur sig en ég finn eitthvað mjög sterkt á Vestfjörðum það er eins og einhver sé að reyna að fela slóðina með einhvers konar seið, ég næ ekki sambandi við hana en ég heyri bara veikt öskur.”Hún drýpur höfði eins og hún hafa skyndilega sofnað. „Okey Gressi þú ert sjálfskipaður í bola, ég skal sjá um Kofann og þú Gunni ferð vestur og bíður þar til það er komið í ljós hvar kauði  er”
skipar Gissi fyir. „Ég! vestur, þekkir þú ekki vestfirði eins og lófann á þér.” Hreytti Gunni út úr sér „ Ég bara meika það ekki, of margar slæmar minningar.”
   Við fjarðarkjaft Skutulsfjarðar er lítill hrörlegur sveitabær. Á útihúsunum ,sem búið er  að breyta í gistiaðstöðu fyrir ferðamenn, hangir útskorið tréskilti á sem á er letrað Beitunes. Úti á hlaði er maður að brytja í sundur sel með flugbeittri sveðju. Það er byrjað að rökkva og hrím er farið að myndast á pollana.  Skyndilega heyrir hann bíl þokast nær og að lokum stöðvast hjá honum.  Út úr honum stíga tvær stúlkur ein ljóshærð önnur dökkhærð þá ljóshærðu kannast hann alveg skuggalega við en kemur ekki fyrir sér hvar hann hefur séð hana.„Er hægt að fá að gista hérna” spyr dökkhærða stelpan þeirra.” Hann ræskir sig „uhh já,... jájá ég bara átti ekki von á neinum það var ekkert bókað, það eru ekki margir sem koma hérna á haustin.” Bíðið bara aðeins ég ætla þvo mér svo kem ég með sængur, kodda og sængurföt.  Hann hleypur inn.  Ljóshærða stúlkan lítur stórum augum á vinkonu sína,með hálfgerðum hrolli „what a creepy guy”. „I thought he was kind of cute” svarar sú dökkhærða. Hann kemur aftur að vörmu spori gengur með þeim út að útihúsunum.„Heitir þetta ekki Arnarnes” segir sú dökkhærða þegar hún les á skiltið á útihúsunum”, „Jú ég bara vissi það ekki þegar ég kom hérna fyrst og ég ætlaði að fara selja hákarlaveiðimönnum beitu þannig ég kallaði þetta bara Beitunes”. „Okey, ertu búinn að búa lengi hérna. „eitt og hálf ár eitthvað svoleiðis”. Ertu bara einn hérna eða...” „Ja, já það má eiginlega segja það, eruð þið bara í fríi hérna”. „Já við erum búnar að vera vinna svo mikið undarfarið að þurftum einhvern stað til að hlaða batteríin. Hann opnar inn í herbergið „Hérna eru lyklarnir þið bara bankið ef það er eitthvað, já ég heiti Hermann, Hemmi beita oft kallaður. „Ég heiti Signý og þetta er Júlía”. Hún sendir honum bros þegar hann gengur í burtu.  Onei hugsar hann, nei þetta má ekki gerast nú verður hún reið, og afbrigðisöm, sætar stelpur mega ekki koma ég má ekki verða ástfanginn, af hverju af hverju? Kvöldið líður. Júlía lætur vatn renna í skítugt baðið. „Im going to take a bath okey” kallar hún fram til vinkonu sinnar.„Yeah I´m just going to go over and check if Hermann give us a lightbowl for the room”.  Hún gengur yfir og bankar upp á en áður en hún bankar heyrir hún undarleg hljóð eins og einhver sé að rífast.  Hermann kemur til dyra.  Hann er stuttur í spuna.„Já hvað” ,„okkur vantar bara ljósaperu í herbergið það er sprungin peran, “já já , ég kem á eftir, “ ég hélt að þú sagðir að þú byggir einn hérna við hvern varstu að rífast, „æ þetta er bara ælliær móðir mín. Æ nei nú hefur hún komist að því að hún er hér hugsar hann.  
    Inn á baði heyrist ekkert nema drippið í blöndunartækjunum.  Íhh,  ískrar í útidyrahurðinni, „Signý is that you” kallar Júlía,„hello who's there, létt marr heyrist í gólfþjölunum og hringl eins og í keðju. Kaldur gusturinn fyllir herbergið og gæsahúðin læðist upp eftir baki stúlkunnar. „This isn´t funny, Signý” .Marrið hættir. Hún stendur hægt upp og ætlar að teygja sig í handklæðið.  Í sömu andrá svífur inn maður í peysufötum með sveðju í hönd inn., Með einni snöggri hreyfingu hefur hann rist upp maga hennar og með annari skurð yfir hálsinn hún fellur aftrur niður í baðið og kemst ekki upp. Úr heyrnatölum tengdum í litinn iPod sem liggur á baðbrúnninni ómar demóútgúfa af tónlist sem úr kvikmynd sem þær stöllur höfðu nýlokið við að leika í. Hermann leggur við hlustir „A little trip to heaven on the wings of your love” heyrir hann tónlistarmanninn syngja, þar sem hann reynir að hemja bræði sína með andlitið löðrandi af svita.







sviti.jpg

Græna herbergið, afslöppun og Zidane

Síðustu tvær vikur hafa verið svo viðburðaríkar að ég veit ekki hvar ég
á að byrja.  Fyrir tveimur vikum síðan var farið í heljarinnar
steggjun vinur okkar var klæddur upp í ballerínubúning og honum dröslað
út í bakarí  að kaupa nesti og síðan var lagt af stað í 
langferð. Ferðin endaði í Varmahlíð með tilheyrandi stoppum og var þar
farið í ævintýralega raftingferð niður hrikalegustu á á Íslandi Jökulsá
Eystri.  Það var búið að vera djók alla flúðaferðina að það yrði
nú  helvíti neyðarlegt að þurfa tilkynna að við höfðum tapa
steggnum.  En það djók varð að nokkurri alvöru þegar við stoppuðum
á einum stað til að kanna aðstæður í það sem kallað er græna
herbergið.  Fyrsti báturinn komst klaklaust í gegn en hann fór
víst öruggu leiðina sem kallast “chicken ride”.  Stýrimaðurinn í
bátnum okkar einhver brjálaður Nepali var ekkert á því að fara auðveldu
leiðina og var líka búinn að fá fyrirmæli frá yfirræðaranum að hafa
þetta svolítið væld fyrir stegginn.  Vitaskuld steyttum við á
fyrsta skeri og fjórir af sex manna hópi þar með talinn steggurinn
duttum útbyrðis og við fórum niður þriggja tröppu flúðir sem enduðu í
hringiðu er hét græna herbergið og við fengum að vita af hverju það hét
græna herbergið því á botninum sér maður græna slikju yfir öllu. 
Þó að vistin í þvottavél móður náttúru hafi ekki verið nema nokkrar
sekúndur þá er eins og að stíga inn í skápinn í Narníu ein sekúnda
fynnst manni vera jafnlengi að líða og ein mínúta og alveg ótrúlega
margar hugsanir ná að fljúga í gegnum hausinn á manni.  Ein þeirra
var vitaskuld hvort þetta væru í raun endalokin.  Sem betur fer
var maður í björgunarvesti og skaust eins og korktappi aftur út eftir
1400 snúninga á 0° og var bjargað upp í bát að lokum.  Restin var
auðveld og endað var í grilli og glaum á Hvammstanga.  Vikan eftir
var róleg  fram að fimmtudag þegar ég lagði af stað í langferð
austur á Egilsstaði í sumarbústað í viku með konu og barn. Þar var
slappað af með farið í menningarferðir á Eiða og Skriðuklaustur ásamt
því að skoða náttúruperluna Skálanes á Seyðisfirði og farið í
kayakaferð um fjörðin.  Fríið endaði svo með stórglæsilegu
brauðkaupi í bænum og HM úrlslitaleik á laugardag og sunnudag ekki
slæmur endir á viðburðaríkum tveimur vikum.  Ég held að Zidane
hefði ekki veitt af svona góðu fríi fyrir leikinn.

Maður lést

<>Lögreglukona lést þegar maður í bleikri knattspyrnuteyju ók á hana á mótum Miklubrautar og kringlumýrarbrautar gæti hafa verið fyrirsögn blaðana föstudaginn 16.6.06.  Var að koma af leik með besta utandeildarliði norðan himalæja sem endaði með jafntefli. Skyggni var slæmt og veður vont.  Þegar ég  ek eftir Miklubrautinni og er að rabba við vin minn Krossfisk.  Þegar allt í einu ég sé mannveru vera að sniglast kringum ljósin. Er ekkert að slá af enda grænt og held í tvær sekúndur að þetta sé einhver bjáni eins og ég sem ætlar að hlaupa yfir á gagnbrautinni áður en umferðaraldan kemur.  þegar ég sný mér við og ætla halda spjallinu áfram heyri ég samferðamann minn segja lögreglumaður ég lít við. Rétt til getið Krossfiskur þarna stóð ekki bara lögreglukona heldur lögreglukonu með útrétta hendi eins og hún væri "the one", og það gat bara þýtt eitt.  Stopp á stundinni.  Sem ég og gerði fleytti kerlingar á blautu malbikinu og stöðvaði ca. 5 metrum frá henni.  Með skottið á milli lappana bakkaði ég aftur fyrir stöðvunarlínu á beið þar til röðin kæmi að mér. Já það er víst aldrei of varlega farið í umferðinni. En  Hvað varð eiginlega um móturhjólalöggurnar sem parkeruðu Harley Davidson hjólunum sínum á miðja götuna voru 2m X 2m að stærð í leðurdressi og n.b með hjálminn á hausnum og stjórnuðu umferðinni?

<>En að léttara hjali þá sá ég Litlu Hryllingsbúiðina í gær sem er alveg magnað stykki.  Söngurinn alveg frábær og mikill kraftur í sýningunni.  Ég held ég hafi verið um 6 eða 7 þegar ég sá uppfærsluna með ladda sem Ómar en ég man ekki hvort hún hafi endað svona kom mér alla vega á óvart. Held að í FB uppfærslunni um árið þar sem Sveppi var Baldur hafi þau endað hamingjusöm í húsinu.

<> 

 


Söguhornið

blod.jpg
Í stóru hvítu kassalaga húsi nálægt miðbæ Reykjavíkur er leynikjallari sem fáir vita um.  Þar sita þrír menn í chesterfield leðurstólum með kúbverska vindla í annari hendinni og V.S.O.P cocniac í hinni hendinni.  Einn þeirra ræskir sig.
- Hvern höfum við sem ræður við verkefni að þessari stærðargráðu? Það liggur mikið við George Bratt hótar brotthvarfi hersins.
Þybbinn þunnhærður maður tekur til máls.
- Við verðum að kalla á einhverja pottþétta ég legg til að við látum þetta í hendur G og L og co..
Þriðji maður maðurinn grannvaxinn og ljóshærður skýtur inn í.
-G og L hverjir eru það
Dökkhærði krullhærði maðurinn  sem hóf umræðurnar uppfræðir nýliðann
- Þau eru hættulegustu leigumorðingjapar Íslandssögunnar með flekklausan feril hlustaðu á þetta Björn ríki á Skarði, Reynisstaðbræður, Árni Magnússon listinn heldur áfram aldrei hefur komist upp um þau
-  Hvað gerði Árni af sér til að ve...
- Æ hann var með einhver skjöl sem gætu afhúpað leyniregluna hvað segiru Kjarri er þetta ekki ákveðið
Þybbni maðurinn kinkar kolli Nýliðinn er enn að átta sig á umhverfi og háttum stórlaxana.
- Hvernig gengur þetta fyrir sig er hringt eða sent meil.
- Huu! Ertu frá þér, eitthvað sem hægt er að rekja til okkar eða hvaða Jón Ásgeir Jónsson sem er getur stolið, það er sendur bréfafálki upp á hálendið þar sem þau eiga heima.
- Bréfafálki?
- Hvað heldurðu við sendum heimska dúfu sem frýs í hel upp á jökli það er ekki að ástæðulausu að það er fálki sem er tákn reglunnar þetta er sko fugl með alvöru hreðjar.
Í flugstöð Leifs Eiríkssonar  ganga þrír menn vasklega út komuganginn.  Gunni Há, Gissi Súr og Gressi Áss eins og þeir kalla sig.  Allir líktust þeir kvikmyndastjörnum í kvikmyndum. Gressi svipaði til Hugh Sackman í Xmen Gissi nokkuð líkur Tom Crose í Last Samurai, en líkastur var samt Gunni Há leikaranum Brad Fitt í Tróju.  Svo líkur að fegursta fljóð jarðarinnar fékk öran hjárslátt og roða kinnar þar sem kapparnir örkuðu í átt að tollhliðinu.
Einn að tollurunum gerir sig breiðann og stöðvar þremenningana.
- Stop can we take a look att your bags
Gissi sem vanalega hafði orð fyrir þeim og hafði mesta andlega styrkinn notaði Jedibragðið sitt.
- We have nothing to declare
Tollarinn endurtekur vélrænt
- you have nothing to declare
- You will let us through
- I will let you through
Áfram arka þeir út í bílaleigubens og aka á brott.  Tveir hrafnar fylgja þeim alla leið frá Keflavík. Þeir lenda fyrir utan blokk í Sólheimum og banka á íbúð á efstu hæð.Dyrnar opnar lítil stúlka og hleypur skelkuð í faðm langömmu sinnar þegar hún sér heljarmennin.
Gissi hefur upp raust sína
- Góða kvöldið Heiðdís, afsakið ónæðið okkur þykir leitt að heyra með dótturdóttir þína. Við erum komnir til að vera landi og þjóð til handar á síðustu og verstu tímum en fyrst þurfum við á hjálp þinni að halda.
- Sælir piltar gangið í bæinn, ég átti von á ykkur, tillið ykkur bara inn í spáherbergi ég darf aðeins að dytta af mér áður en ég næ í spilin ég er nefnilega að taka slátur.  Grettir minn værir þú ekki til í aðstoða mig aðeins inni í eldhúsi.  
Hann eltir hana þögull inn í eldhús
Fullt tunglið skein inn um gluggann og speglaðist á dökkrauðu yfirborðinu.    
- Ertu  ekki til í að lyfta þessum bala fyrir mig upp á borð ég er svo helvíti slæm í bakinu.
Hann tekur fullann balann upp skellir honum á borðið eins og hann væri mólkurpottur, í balanum gárar blóðið.


blod.jpg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband